fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Þessir vígalegu vísundar hlusta á Mozart og mæta í nudd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 23:00

Fer vel um þessa vísundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bóndabænum Tenuta Vannulo, sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Napólí á Ítalíu, eru um sex hundruð kvenkyns vatnavísundar. Vísundarnir fá sannkallaða lúxusmeðferð en á hverjum degi vakna þeir við ljúfa tóna Mozart. Því næst eru þeir nuddaðir í bak og fyrir til að lina spennu í öxlum og baki. Eftir dekrið ganga dýrin inn í sérstakan skanna sem segir til um hvort júgur þeirra séu full af mjólk. Ef svo er, eru vísundarnir mjólkaðir. Ef ekki fá vísundarnir að ganga um fimm hundruð ekru svæðið sem umlykur bóndabæinn. Ef að vísundur veikist er hann settur á hómópatísk lyf frekar en sýklalyf. Þá fá vísundarnir reglulega að taka sér kríu og geta leitað í sérstakar sturtur ef verður of heitt í veðri yfir daginn. Ýmisleg afþreying er á staðnum fyrir dýrin svo þeim líði sem best.

Ljúft líf.

Ástæðan fyrir því að farið er um vísundina með silkihönskum er til að framleiða fyrsta flokks mozzarella ost.

„Þetta er eins og heilsulind fyrir vísunda,“ segir leiðsögumaður að nafni Rosaria í samtali við vefinn Eat Sip Trip.

Palmiere-fjölskyldan hefur átt búgarðinn í meira en heila öld og leggja mikið upp úr því að dekra við vísundina og það hefur skilað sér í hágæðavöru. Á hverjum degi eru framleidd fjögur hundruð kíló af mozzarella osti á búgarðinum og selst hann vanalega upp um hádegisbil. Kílóið er selt á þrettán evrur, eða um átján hundruð krónur. Viðskiptavinir byrja að bíða í röðum fyrir utan búgarðinn strax klukkan 9.30 á morgnana.

Selja aðeins beint frá býli

Mozzarella osturinn er til í ýmsum stærðum og gerðum, til dæmis í fléttu eða litlum munnbitum. Osturinn er allur handgerður eldsnemma á morgnana og geymdur í vökvanum liquido di governo sem tryggir að osturinn er ferskur þó hann fari ekki í ísskáp svo dögum skiptir. Hins vegar er mælt með því að borða ostinn innan sólarhrings.

Mozzarella flétta.

Mozzarella er lykilhráefni í ítalski matargerð og er notaður ofan á pítsur, í caprese salöt, gnocchi og ýmiss pastasalöt. Osturinn sem fæst úr mjólk vísundanna er fitumeiri en osturinn sem búinn er til úr kúamjólk og er mun bragðmeiri fyrir vikið.

Tenuta Vannulo er eitt af mörgum mjólkurbúa á svæðinu sem er kallað Mozzarella-vegurinn á Ítalíu, en hefur skorið sig úr vegna meðferð þeirra á dýrunum. Eigendur búgarðsins vilja eingöngu selja beint frá býli og getur hver einstaklingur aðeins keypt fimm kíló í einu. Ef að ferðalangar grípa í tómt er einnig hægt að kaupa aðrar vörur á búgarðinum, svo sem ís, búðing eða kökur – allt búið til úr vísundamjólk.

Vísundaís.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa