fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Svona býr heimsþekktur matreiðslubókahöfundur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 09:40

Íbúðin er á fimmtándu hæð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorie Greenspan gaf út sína fyrstu matreiðslubók, Sweet Times: Simple Desserts for Every Occasion, árið 1991 og hefur síðan verið einn farsælasti matreiðslubókahöfundur heimsins. New York Times hefur kallað hana matreiðslugúrú og eru matreiðslubækurnar orðnar ansi margar. Nú síðast gaf hún út Everyday Dorie: The Way I Cook, en hún kom út í síðasta mánuði.

Dorie ásamt syni sínum.

Dorie hefur búið í sömu íbúðinni í New York með eiginmanni sínum Michael í 47 ár. Á vefsíðunni Urban New York er viðtal við Dorie ásamt fallegum myndum af heimili hennar. Dorie er sjálf alin upp í Brooklyn en var ekki viss í fyrstu með að kaupa íbúðina. Að lokum létu Michael og Dorie slag standa og fengu dygga aðstoð foreldra sinna við kaupin.

Íbúðin var algjört hreysi að sögn Dorie þegar þau keyptu hana en Dorie gerði samning við arkitekt – hún skyldi elda fullt af mat fyrir hann og hann skyldi teikna nýjar innréttingar í íbúðinni. Michael sá svo um framkvæmdir.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er íbúðin einkar glæsileg, en fleiri myndir má sjá á vef Urban.

Smekklegt baðherbergi.
Matreiðslugúrúinn þarf ekki stórt eldhús.
Smart litasamsetning.
Hlýleg stofa.
Gult var það heillin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa