fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Eva Laufey setur nýja bók á ís: „Plönin breyttust þó skyndilega í haust þegar við misstum fóstrið okkar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matreiðslubókahöfundurinn og sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ætlaði að gefa út nýja matreiðslubók nú í haust en það verkefni hefur verið sett á ís. Segir Eva Laufey á Instagram að ástæðan sé tengd því þegar hún og eiginmaður hennar upplifðu fósturmissi fyrr á árinu.

„Mér finnst ég skulda ykkur útskýringu, en eins og þið tókuð eflaust eftir þá átti þriðja bókin mín að koma út í haust. Plönin breyttust þó skyndilega í haust þegar við misstum fóstrið okkar og verkefni voru sett á bið,“ skrifar Eva Laufey á samfélagsmiðlinum og heldur áfram.

„Myndatökur fyrir bókina áttu að fara fram nokkrum dögum eftir missirinn og mögulega hefði ég farið í gegnum þær svolítið á hörkunni og sett mína vanlíðan til hliðar en ég ákvað að gera það ekki og tók mér tíma til þess að hugsa um mig og okkur. Bókin verður að ég held miklu betri og vandaðri fyrir vikið.“

Hún fullvissar í leiðinni aðdáendur sína um að bókin muni líta dagsins ljós næsta haust.

https://www.instagram.com/p/BqH5MWFnYqi/

„Ég mun gefa alla mína ást í það verkefni og áætluð útgáfa er haustið 2019. Ég leyfi ykkur að fylgjast með ferlinu að sjálfsögðu og hlakka til að deila því með ykkur.“

Reyndi að halda aftur tárunum

Eins og margir muna eftir sagði Eva Laufey frá fósturmissinum á einlægan hátt á Facebook fyrir um þremur mánuðum.

„Á því augna­bliki leið mér eins og ég væri að kafna, reyndi eins og ég gat að halda aft­ur að tár­un­um en það tókst ekki. Lækn­ir­inn minn út­skýrði fyr­ir mér að þetta væri afar al­gengt hjá kon­um og ráðlagði mér að tala um þetta, segja þetta upp­hátt við fólkið mitt, því rétt eins og hún sagði að ef eng­inn vissi hvað væri í gangi þá fengi maður ekki viðeig­andi stuðning á þess­um tím­um. Fóst­ur­miss­ir er vissu­lega eitt­hvað sem ég hef heyrt oft áður, ég á vin­kon­ur sem hafa lent í því að missa fóst­ur en ég hef verið það lán­söm í líf­inu að eiga tvær góðar meðgöng­ur að baki og hug­ur­inn hef­ur því aldrei og þá meina ég aldrei reikað að ég gæti misst fóst­ur,“ skrifaði Eva Laufey, en færsluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/evalaufey.hermannsdottir/posts/10160824453810319

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa