fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Segir sjö ára soninn aldrei verða veikan: Ástæðan gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 09:40

Mæðginin á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Alicia Silverstone var aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni #RaiseTheGreenBar í New York í síðustu viku, en ráðstefnan var á vegum fréttamiðilsins Good Housekeeping. Í viðtali við Page Six eftir fyrirlesturinn sagði hún að sonur hennar, Bear Blu, sem er sjö ára hafi aldrei orðið veikur og þakkaði veganisma fyrir það. Alicia er vegan, sem og sonurinn.

„Hann hefur aldrei þurft að taka lyf á ævinni,“ sagði Clueless-stjarnana. „Hann fær smá hósta og stíflað nef en hann hefur aldrei verið það veikur að hann fari ekki í skólann. Tvisvar hefur hann sagt: Mamma, mér líður ekki vel, og það var aðeins í nokkrar klukkustundir. Svo var hann byrjaður að hlaupa um aftur,“ bætti hún við.

Alicia er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Clueless.

Alicia hætti að borða kjöt þegar hún var 21 árs og hefur verið vegan í um tuttugu ár. Hún hefur gefið út vegan matreiðslubók og er mikil talskona veganisma. Hún á í engum erfiðleikum með að elda mat sem Bear Blu líkar og er orðin ansi lunkin í grænkeramáltíðum.

Leikkonan vakti mikla athygli árið 2012 þegar hún birti myndband af sjálfri sér tyggja mat og gefa Bear Blue matinn beint úr sínum munni.

https://www.youtube.com/watch?v=7JFroSKDXu4

„Þetta er í uppáhaldi hjá honum, og mér líka. Hann skríður eftir gólfinu og ræðst á munninn minn ef ég er að borða,“ lét hún hafa eftir sér þá.

Þá hafa einhverjir gagnrýnt það val að ala Bear Blue upp sem grænkera en leikkonan hefur ávallt varið sig fyrir þeim gagnrýnisröddum.

„Bear elskar matinn sem ég gef honum,“ sagði hún í samtali við PEOPLE árið 2014. „Hann skortir ekkert. Fyrir honum eru ávextir eins og nammi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa