fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Hjón á níræðisaldri hafa borðað á McDonald’s á hverjum degi í 23 ár

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 15:00

Vanaföst hjón.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom og Pauline Jones frá Bath í Bretlandi hafa borðað á McDonald’s-staðnum í Southgate á hverjum degi síðustu 23 árin. Einu undantekningarnar eru þegar þau fara í frí innanlands eða til útlanda en þá leita þau alltaf McDonald’s-staði uppi.

Tom og Pauline hættu að vinna fyrir um tuttugu árum síðan og gefa lítið fyrir þá gagnrýni að maturinn á McDonald’s sé fitandi.

„Mig langar bara að segja að allt þetta rugl um að McDonald’s-matur geri mann feitan er bull og vitleysa. Horfðu bara á okkur,“ segir Tom í grein á Mirror þar sem fjallað er um hjónin.

Holdafar hjónanna gæti þó tengst því að þau þurfa að ganga rúma fjóra kílómetra aðra leiðina til að komast á McDonald’s á hverjum degi.

„Við fáum okkur kaffi klukkan 8.30 og skoðum siðan í búðir. Um klukkan 10 komum við aftur í snarl,“ segir Pauline. Henni finnst gaman að prófa eitthvað nýtt á matseðlinum á meðan Tom fær sér alltaf Big Mac. Þá stendur ekki á svörunum þegar þau eru spurð af hverju þau velji alltaf þennan stað.

„Hann er svo vinalegur. Starfsfólkið er alltaf svo hjálpsamt. Okkur líður eins og part af byggingunni – part af húsgögnunum. Okkur líður eins og starfsfólkið þekki okkur og þau eru svo góð,“ segja hjónin.

„Þetta er okkar annað heimili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa