fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Crème Brûlée-ostakaka: Eftirréttir gerast ekki mikið dásamlegri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 17:00

Þvílík dýrð og dásemd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem elska ostaköku og Crème Brûlée ættu að missa sig af spenningi yfir þessum eftirrétti. Pínu nostur en mikið sem þetta er guðdómleg kaka.

Crème Brûlée-ostakaka

Botn – Hráefni:

9 Graham-hafrakex, fínt mulin
6 msk. brætt smjör
¼ bolli sykur
smá salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C og smyrjið hringlaga form sem er sirka 18 til 20 sentímetra stórt. Klæðið botninn með álpappír og látið hann ná upp á hliðarnar. Blandið hafrakexi, smjöri, sykri og salti saman í skál. Þrýstið í botninn á forminu og látið blönduna ná upp á hliðarnar.

Fylling – Hráefni:

900 g mjúkur rjómaostur
1 bolli sykur
3 stór egg
2 stórar eggjarauður
2 tsk. vanilludropar
¼ bolli sýrður rjómi
2 msk. hveiti
¼ tsk. salt

Aðferð:

Þeytið rjómaost og sykur vel saman þar til blandan er kekkjalaus. Bætið eggjum og eggjarauðum saman við og því næst vanilludropum og sýrðum rjóma. Bætið hveiti og salti saman við og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir botninn. Setjið formið í stóra ofnskúffu og hellið sjóðandi vatni í pönnuna þar til hún nær uppá hálft kökuformið. Bakið í eina og hálfa klukkustund, slökkvið á hitanum, opnið ofnhurðina og leyfið kökunni að kólna í ofninum í um klukkustund. Fjarlægið álpappírinn og kælið kökuna í ísskáp í að minnsta kosti 5 klukkustundir.

Toppur – Hráefni:

1/3 bolli sykur
hindber til að bera fram með

Aðferð:

Stráið sykrinum yfir ostakökuna og hitið með brennara þar til sykurinn hefur tekið karamellulit. Berið fram með hindberjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa