fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Coca Cola setur orkudrykki á markað: Hráefnin gætu komið ykkur á óvart

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 07:40

Coca-Cola rýfur gamla hefð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður stórfyrirtækisins Coca Cola staðfestir í samtali við TODAY Food að búið sé að þróa nýja línu orkudrykkja hjá fyrirtækinu. Samkvæmt fréttinni er um að ræða drykkinn Coca Cola Energy og svo sykurlausa útgáfu sem heitir einfaldlega Coca Cola Energy No Sugar.

Orkudrykkirnir verða búnir til úr náttúrulega koffíni og guarana kvoðu, en guarana er planta sem er rík af andoxunarefnum og finnst helst í Amazon. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fræ guarana innihalda allt að fjórum sinnum meira koffín en kaffibaunir. Orkudrykkir Coca Cola verði því talsvert náttúrulegri en aðrar afurðir fyrirtækisins.

Vinsæli orkudrykkurinn Monster.

Það á hins vegar eftir að gefa það út hvenær drykkirnir koma á markað en það veltur allt á málsókn sem Coca Cola á hugsanlega yfir höfði sér frá Monster Energy, vinsælum orkudrykkjaframleiðanda, sem Coca Cola fór í samstarf við árið 2015. Eiga forsvarsmenn Coca Cola eftir að fá það á hreint hvort þeir megi í raun fara í samkeppni við Monster Energy með þessum nýju orkudrykkjum.

Viðbrögðin vestan hafs við þessum fréttum hafa verið blendin og halda einhverjir því fram að kók sé nú þegar orkudrykkur, stútfullur af sykri og koffíni. Aðrir eru spenntir fyrir þessari nýjung.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa