fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Haustleg súkkulaðikaka með mokka-núggat smjörkremi

Erla eldar
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 15:00

Hve girnileg?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi kaka slær náttúrulega öll met! Þvílík snilld í næstu veislu eða á mannamótum.

Haustleg súkkulaðikaka með mokka-núggat smjörkremi

Botnar – Hráefni:

4½ bollar hveiti
3 bollar sykur
1½ bolli olía
3 bollar ab mjólk
4 egg
7 msk. kakó
1 msk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
1 msk. vanilludropar

Aðferð:

Öllum hráefnunum er hrært vel saman í hrærivél þar til deigið er orðið flauels mjúkt.

Deiginu er síðan hellt í smurð form og bakað við 180°C í um það bil 30 mínútur.

Kökurnar eru þá kældar niður og á meðan getur maður byrjað á kreminu.

Mokka smjörkrem með núggat – Hráefni:

750 gr flórsykur
500 gr smör – við stofuhita
150 gr núggat
190 gr kakó
1 espresso kaffibolli
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Smörið er þeytt þar til það er orðið létt og ljóst. Þá er flórsykrinum bætt við og þeytt áfram.

Núggatinu er þá bætt við og þeytt vel áfram þar til allt er vel blandað saman. Þá er kakóinu, kaffinu og vanillunni bætt við og hrært áfram.

Þegar kremið hefur blandast vel saman er því smurt á botnana þannig það þeki þá jafnt og vel.

Súkkulaði ganache – Hráefni:

150 gr suðursúkkulaði
100 ml rjómi

Aðferð:

Brytjið súkkulaðið niður í skál.

Sjóðið uppá rjómanum og blandið varlega saman við súkkulaðið með sleikju.

Hrærið blönduna saman þar til hún er farin að glansa og allt er blandað vel saman.

Látið blönduna standa og kólna í smástund áður en henni er helt á kökuna.

Skreytið með fallegum berjum og njótið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa