fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

10 bestu matvælin fyrir getnaðarliminn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 19:30

Skyldulesning fyrir karlmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir hafa sýnt fram á að viss matvæli geti haft góð áhrif á getnaðarliminn. Vefsíðan Eat This, Not That hefur tekið saman fimmtíu matvæli sem koma typpinu í betra stand (já, þetta er viljandi orðagrín). Hér eru þau tíu efstu.

Spínat

Neysla spínats getur aukið blóðflæðið fyrir neðan beltisstað. Það gerir mikið magn magnesíum í spínati, þannig að það má í raun segja að þetta grænmeti sé eins og náttúrulegt Viagra. Spínat inniheldur líka mikið af fólati sem eykur blóðflæði og verndar karlmenn gegn kynlífstengdum vandamálum þegar aldurinn færist yfir.

Kaffi

Nýleg rannsókn við háskólann í Texas sýnir fram á að karlmenn sem drekka tvo til þrjá kaffibolla á dag eru 42% ólíklegri til að kljást við risvandamál en þeir sem drekka varla einn bolla. Þeir sem fá sér fjóra til sjö bolla á dag eru svo 39% ólíklegri til að kljást við risvandamál en þeir sem fá sér minna kaffi.

Bananar

Í banönum er kalíum sem er gott fyrir hjartað og blóðrásina. Þá kemur kalíum líka skikk á natríumstig líkamans svo blóðþrýstingurinn fari ekki upp úr öllu valdi.

Tómatar

Nýleg rannsókn sýnir fram á að tómatar geti bætt sæðisgæði og -magn, en þátttakendur sem fengu sér hvað mest af tómötum framleiddu átta til tíu prósent meira af sæði en þeir sem fengu sér minna af grænmetinu.

„Hot sauce“

Rannsókn í Frakklandi sýnir fram á að menn sem fíla sterkan mat eru með meira magn testósteróns í líkamanum.

Vatnsmelóna

Það finnst varla matvæli með meira magn af L-sitrúllín en vatnsmelóna, en það er amínósýra sem tryggir að limur í reisn lyppist ekki niður.

Engifer

Engifer getur bætt lífið í svefnherberginu því það eykur blóðflæði og styrkir slagæðakerfið. Mælt er með því að fá sér teskeið af engiferi nokkrum sinnum á viku til að bæta heilsuna, auka magn testósteróns og gæði sæðis.

Granatepli

Enn önnur ofurfæðan sem er stútfull af andoxunarefnum sem bætir blóðflæði en berst einnig gegn risvandamálum.

Grænt te

Í grænu tei er efni sem heitir katechin sem eykur blóðflæði í neðri pörtum líkamans og er mælt með að drekka fjóra bolla á dag til að njóta góðs af kostum drykksins.

Dökkt súkkulaði

Kakó eykur framleiðslu á hórmóninu serótónín sem minnkar streitu, eykur þrá og gerir fólki auðveldara með að fá fullnægingu. Þá eykur kakó einnig blóðflæði þannig að þetta getur ekki klikkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa