fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Minnkaði skammtastærðirnar og léttist um 65 kíló: „Ef ég var ein þá borðaði ég, ef ég var þunglynd þá borðaði ég“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 19:00

Ashley hefur náð tökum á sínu lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bróðurpart lífsins lofaði ég mér einu á hverju kvöldi: Ashley, á morgun ætlar þú að lifa heilbrigðara lífi. En næsta dag fékk ég mér kleinuhring eða skyndibita og endaði úrill því ég hafði eyðilagt heilan dag og þyrfti að reyna aftur á morgun,“ segir Ashley Lewis í pistli á vef Women‘s Health.

https://www.instagram.com/p/BmjO7wllACi/

Hún segir að tilfinningar hafi stjórnað matarvenjum sínum.

„Ef mér leiddist þá borðaði ég, ef ég var ein þá borðaði ég, ef ég var þunglynd þá borðaði ég. Ég byrjaði morgnana á sykruðum drykk frá Starbucks, síðan fékk ég mér Pop-Tarts og risastóra skál af morgunkorni. Eftir það fékk ég mér mest megnis skyndibita það sem eftir lifði dags. Í sannleika sagt skil ég ekki hvernig ég er enn lifandi,“ skrifar Ashley.

Sjúkdómurinn breytti lífinu

Þegar hún var 22ja ára gömul greindist hún með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, eða PCOS. Þá var hún rúmlega 160 kíló. Hún sagði að sjúkdómurinn hafi breytt einhverju innra með sér þar sem hann geti orsakað ófrjósemi og Ashley hafði alltaf langað að eignast börn.

https://www.instagram.com/p/BkBOnzPFNfb/

„Ég vissi að ég þyrfti að verða heilbrigð til að koma lagi á hormónastarfsemina og auka líkurnar á því að ég gæti eignast börn, þannig að á þessari stundu ákvað ég að skrá mig í Weight Watchers, sem reyndist síðar vera guðsgjöf. Það var besta ákvörðun sem ég hef tekið.“

Eitt af því sem er skoðað í Weight Watchers eru skammtastærðir, eitthvað sem Ashley hafði alltaf átt í erfiðleikum með.

„Prógrammið setti mig í þær aðstæður að ég þurfti að vigta mat og taka mér stund til að hugsa um hvað ég væri að borða, fylgjast með því og skrá það niður áður en ég borðaði næstu máltíð. Ég byrjaði líka að einblína á að borða næringarríkari og heilnæmari mat í staðinn fyrir að borða bara skyndibita. Í dag borða ég þrjár máltíðir og fær mér tvisvar snarl yfir daginn,“ segir Ashley. Hún bætir við að hún sé aldrei svöng og lætur fylgja með hefðbundinn matseðil yfir daginn. Í morgunmat fær hún sér vatn, kaffi og próteinstöng ef hún er í tímaþröng. Annars eldar hún sér þrjú eða fjögur egg með kalkúnabeikoni. Síðan er banani í snarl og svo súpa í hádegismat. Í síðdegiskaffi fær hún sér ost og epli og kvöldmaturinn samanstendur af pítsabotni úr grískri jógúrt og hveiti sem hún setur á sósu, ost og kalkúnapepperóní.

https://www.instagram.com/p/Bb0GEqxF3yC/

Forðaðist ræktina

Hún segir að breytt mataræði hafi gert henni auðveldara að hreyfa sig, eitthvað sem hún hafði forðast þegar hún var sem þyngst.

„Ég forðaðist ræktina í fyrstu út af þyngdinni. Ég var mjög vör um mig og hélt að allir myndu stara á mig. En þegar ég horfi til baka geri ég mér grein fyrir að öllum hefði verið sama – flestir horfa bara á sjálfan sig í ræktinni,“ segir Ashley. Áður en hún keypti sér kort í ræktina fór hún í langa göngutúra og gerði æfingar heima fyrir.

„Þegar ég byrjaði að léttast öðlaðist ég sjálfstraust til að fara í ræktina fimm til sex sinnum í viku. Það skrýtna var að ég hlakkaði til að fara í ræktina. Ég bjó til ströng plön um hvenær ég ætlaði að æfa og hugsaði það sem stefnumót við sjálfa mig,“ skrifar hún og heldur áfram. „Það var erfitt en stundir sem maður svitnar vel eru þess virði.“

https://www.instagram.com/p/BpUAcRKDTD8/

Losnaði við tvö kíló af lausri húð

Eins og fylgir miklu þyngdartapi byrjaði Ashley að taka eftir lausri húð á líkama sínum sem gerði hana óörugga.

„Þegar ég var búin að missa 65 kíló fattaði ég hve mikið lausa húðin var fyrir. Mig langaði að bæta hlaupum við rútínuna mína til dæmis en það var sársaukafullt. Ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað þannig að ég hafði samband við tryggingafyrirtækið mitt, sem borgaði næstum því allan kostnað af svuntuaðgerð og lýtaaðgerð til að fjarlægja húð. Ég losnaði við tvö kíló af lausri húð.“

Eftir það byrjaði Ashley að hlaupa og hljóp til að mynda hálfmaraþon. Og það eru ekki einu góðu fréttirnar því eftir þyngdartapið varð Ashley ólétt og fæddi stúlkubarn í júní á þessu ári. Í kjölfarið breyttist ræktarrútínan hennar.

https://www.instagram.com/p/BpUWy9EjnnX/

„Í staðinn fyrir að fara í ræktina fyrir eða eftir vinnu nota ég ræktina á skrifstofunni á þrjátíu mínútur í hádegishlénu. Ég hleyp nokkra kílómetra á hlaupabrettinu eða hjóla. Það er frábær leið til að brjóta upp daginn,“ segir Ashley. Hún er hæstánægð með að vera mamma í góðu formi og vonar að hún verði góð fyrirmynd fyrir dóttur sína.

„Það kenndi mér enginn neitt um næringu og heilsu þegar ég var að alast upp og ég fór til heljar og til baka að reyna að finna út úr því. En það tókst. Nú el ég dóttur mína upp og kenni henni það sem ég hef lært og hvet hana til að hugsa vel um sig og elska sig sama hvernig hún lítur út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa