fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

„Að fá gefins smakk frá einhverjum virðist oft spila meira með tilfinningar okkar en bragðlaukana“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 11:00

Heiðdís gefur góð sparnaðarráð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessa myndseríu gerði ég mest uppá gamnið,“ segir teiknarinn Heiðdís Buzgò. Hún setti nýverið myndaseríuna BARA SPARA á Facebook, en teikningarnar hafa vakið talsverða athygli. Í seríunni eru skopmyndir og fylgja þeim góðar ráðleggingar í matarinnkaupum.

„Hugmyndin kom bara til mín einn daginn. Þá langaði mig bara að krota eitthvað upp sem væri sniðugt. Þetta var frekar stutt verkefni og þurfti ekki að standa með neinu öðru, sem er mjög þægilegt. Bara gert til gamans,“ segir Heiðdís. Ráðin sem hún myndskreytir í seríunni segist hún hafa viðað að sér í gegnum tíðina.

Heiðdís elskar að teikna.

„Þessi ráð veit maður öll en fer ekkert endilega eftir sjálfur. Flestir hafa eflaust heyrt þessi ráð hér og þar í gegn um tíðina. Sumt hefur maður heyrt í grunnskóla eða frá foreldrum og ömmu og afa. Sumt sér maður í einhverjum pistlum eða áttar sig á smátt og smátt. Það er erfitt að benda á hvaðan hvaða ráð kemur. Þau koma bara úr samfélaginu,“ segir teiknarinn knái.

Skemmtilegt að koma hugmyndum sínum á blað

Heiðdís segir listina klárlega vera sína ástríðu.

„Ég hef verið að teikna alveg frá því ég man eftir mér. Þegar ég teikna næ ég að gleyma öllu öðru rétt á meðan. En ég er ekki viss hvaðan áhuginn kom. Þetta var bara eitthvað sem ég gerði mikið af og teikningin varð partur af mér. Ég sé mig ekki fyrir mér öðruvísi. Mér finnst þetta skemmtileg leið til að koma hugmyndum sínum niður á blað,“ segir Heiðdís og bætir við að hún hafi verið að selja listaverk síðustu misseri ásamt því að taka að sér verkefni.

„Svo er ég líka alltaf að dunda mér við eitthvað á kantinum sem er bara fyrir mig. Draumurinn er að vinna við einhverskonar myndlist í framtíðinni. Planið er að sækja um skóla næsta vor og fara að læra „graphic storytelling“ sem kannski væri best útskýrt á íslensku sem myndræn frásagnasmíð. Það finnst mér mjög spennandi enda mjög víðtækt nám,“ segir hún.

Hér fyrir neðan má sjá myndaseríuna hennar Heiðdísar sem hefur vakið svo mikla lukku:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa