fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Vigdís Hauks ætlar aldrei aftur að borða sushi: „Ég fékk ofnæmiskast og festist í lyftu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:40

Sushi er á bannlista hjá Vigdísi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er mikill matgæðingur. Við ákváðum því að spyrja hana spjörunum úr um mat og allt honum tengt og kom ýmislegt forvitnilegt í ljós sem við vissum ekki um hana Vigdísi.

Ert þú mikil áhugamanneskja um mat?

„Já, ég hef alltaf haft áhuga á góðum mat. Matur hefur mikla þýðingu fyrir mig og ég elska að fara út að borða.“

Hvað passarðu að eiga alltaf í ísskápnum?

„Ferskvöru, grænmeti og ávexti – svo verð ég alltaf að eiga mjólk út í kaffið.“

Hver er þinn kósímatur?

„Fer eftir stuði hverju sinni.“’

Vigdís er með ofnæmi fyrir avocado og rækjum.

Er einhver matur sem þú getur alls ekki borðað og af hverju?

„Get ekki borðar rækjur og avacado því ég er með ofnæmi.“

Ef þú þyrftir að velja þér eina máltíð til að borða það sem eftir er, hver væri hún?

„Mozzarella salat með tómötum og fersku basil.“

Áttu einhverja matartengda minningu sem er sérstaklega eftirminnileg?

„Já, ég borða aldrei aftur sushi því ég gerði það eitt sinn í London, þar var nýbúið að fremja hryðjuverk, ég fékk ofnæmiskast og festist í lyftu.“

Hver er skrýtnasti réttur sem þú hefur smakkað?

„Það voru ýmsir skrýtnir réttir sem ég smakkaði í Grænlandi þegar ég var í Vest-Norrænaráðinu.“

Borgarfulltrúinn elskar ítalskan mat.

Ef þú værir kokkur, hvernig veitingastað myndir þú opna?

„Ítalskan – ekki spurning.“

Hvað með eftirrétti? Ertu nammigrís?

„Nei, ég er ekkert fyrir eftirrétti nema að eftirrétturinn samanstandi af góðum osti – ég er eiginlega enginn nammigrís.“

Ef að þú sjálf túlkuð í einhvers konar matarrétt, hvernig réttur væri það?

„Tja það er nú það – ætli ég væri ekki ís með stjörnuljósi og heitri sósu.“

Þú kemur heim eftir langan dag í borgarstjórn. Mikið búið að takast á og röddin við það að fara. Hvað færðu þér að borða til að hressa þig við?

„Skelli í mig engifersafa.“

Engiferskotið hressir og kætir.

Er einhver matarperri í borgarstjórn?

„Nei það er nú málið – það eru allir svo meðvitaðir um heilsu sína hvað þetta. Engir nammipokar eru á borðum – bara tyggjó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa