fbpx
Matur

Ólöglegar merkingar á íslensku lambakjöti – „Hrein skömm að þessu“ – Mannleg mistök segir SS

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 20:00

Næst einhvern tímann sátt um lambakjötið?

Kristján Arnarson setti inn mynd á Facebook sem hefur vakið talsverða athygli. Umrædd mynd er af lambabóg sem skilmerkilega er merktur Icelandic Lamb, eða íslensku lambakjöti. Innihaldslýsingin er hins vegar á spænsku, þar sem kemur fram að um paletilla cordero sé að ræða, eða lambabóg.

„Íslenskt JÁ TAKK. En spurning um þetta. Læri í NETTÓ. Slátrað hjá SS Selfoss 23.9 2016. Síðasti söludagur 23.9.2019 eða 3 ár. Innflutt frá Spáni. Er þetta í lagi? Held ekki,“ skrifar Kristján við myndina, sem hefur vakið upp mikil skoðanaskipti á Facebook-síðu hans.

Þeir sem skrifa athugasemdir við myndina eru ekki sammála um uppruna lambakjötsins.

„Afhverju er hægt að kaupa lamb frá Spáni? Hver vill það?“ skrifar einn og honum er svarað af öðrum Facebook-notanda: „Það er ekki lamb frá Spáni. Þetta er islenskt (slátrað hér), þá flutt til Spánar, og flutt aftur til Íslands til að selja hér.“

Annar notandi telur að þetta hljóti að vera mistök:

„Í vinstra horni niðri stendur Origen: Islandia. Ég er nokkuð viss um að þetta sé íslenskt en hafi átt að flytja út.“

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, blandar sér í umræðuna og skrifar einfaldlega:

„Það er hrein skömm að þessu.“

„Lambið er klárlega íslenskt en fór aldrei til Spánar.“

Kristján segir í samtali við matarvef DV að umræddur lambabógur hafi verið til sölu í Nettó á Húsavík. Blaðamaður matarvefsins ákvað að hafa samband við Sláturfélag Suðurlands, SS, vegna málsins, en fram kemur á miðanum á spænsk/íslenska lambakjötinu að SS á Selfossi hafi séð um slátrun.

„Þarna er um mannleg mistök að ræða. Þarna hefur pakki merktur fyrir kaupanda á Spáni farið í innlenda verslun,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri SS, í skriflegu svari til matarvefsins. „Það á ekki að gerast og merkingar ekki löglegar á innlendum markaði.“

Varðandi það hvort umræddur bógur sé íslenskur eður ei segir Benedikt:

„Lambið er klárlega íslenskt en fór aldrei til Spánar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum
Matur
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?
Matur
Fyrir 4 dögum

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið
Matur
Fyrir 4 dögum

Kampavínssmökkun á Hlemmi

Kampavínssmökkun á Hlemmi