fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Þetta borðar ofurfyrirsæta yfir daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 08:15

Bella er vinsæl fyrirsæta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Bella Hadid hefur unnið fyrir tískurisa eins og Victoria’s Secret, Michael Kors, Desigual, Moschino og Versace. Hún er eftirsótt fyrirsæta, en í viðtali við tímaritið Harper’s Bazaar, fer hún yfir matarvenjur sínar.

Hún segist byrja daginn á að teygja og elda sér síðan egg og pylsur heima fyrir eða skreppur á beyglustaðinn fyrir neðan íbúð sína og fær sér beyglu með eggjum.

„Einu sinni ætlaði ég að vera heilbrigð og fékk mér glútenfría beyglu en ég lofa því að þær eru vondar,“ segir Bella í viðtalinu.

Elskar espresso

Þá kemur einnig fram að fyrirsætan sé með lágan blóðsykur og því þurfti hún að borða mjög reglulega. Ef hún er í myndatöku tekur hún yfirleitt hádegishlé klukkan 13 og fær sér próteinríka máltíð, eins og lax, kjúkling eða grænmeti.

„Mér finnst gott að fá mér góða próteinmáltíð því ég verð mjög þreytt ef ég borða of mikið þannig að ég reyni að borða mig sadda af mat sem lætur mér líða vel,“ segir hún og bætir við að hún hafi ávallt grænan safa og engiferskot við höndina í myndatökum.

View this post on Instagram

Chilling 🙂

A post shared by 🦋 (@bellahadid) on

Bella elskar líka kaffi og segist í viðtalinu fá sér þrjá espresso fyrir hádegi.

Pítsur og kleinuhringir á tyllidögum

Þeir sem fylgjast með Bellu á Instagram ættu að vita að hún er dugleg að ferðast um heiminn vegna vinnunnar. Í viðtali við PEOPLE fyrir stuttu sagðist hún reyna að halda í sínar matarvenjur á ferðalögum.

„Mér finnst gott að borða hollt en ekki hræðilegan flugvélamat. Ég held mataræðinu hollu og drekk mikið vatn. Það er í raun það eina sem ég geri,“ lét hún þá hafa eftir sér. Í viðtali við Vogue Paris sagðist hún einnig borða bæði fyrir og eftir æfingar. Hálftíma fyrir æfingar fær hún sér þeyting, safa eða próteindrykk en eftir æfingu fær hún sér próteinríka máltíð.

Svo má ekki gleyma þeim fjölmörgu myndum af pítsum sem birtast á Instagram-síðu fyrirsætunnar, en á tyllidögum gerir hún vel við sig með því að fá sér pítsu eða kleinuhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum
Matur
Fyrir 3 dögum

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi
Matur
Fyrir 5 dögum

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur
Matur
Fyrir 5 dögum

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?