fbpx
Matur

Skyldulesning: 12 staðreyndir um matarsóun sem lætur þig hugsa tvisvar um áður en þú hendir mat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 16:00

Segjum nei við matarsóun.

Matarsóun er gríðarlegt vandamál í nútímaheimi, en hægt er að minnka hana gífurlega mikið ef hvert heimili hugsar sig tvisvar um áður en það sóar mat. Hér eru nokkrar staðreyndir sem gætu ýtt við því.

1. Þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

2. Það þýðir að um 1.3 milljarðar tonna af mat fer í ruslið á hverju ári í heiminum.

3. Í þessum 1,3 milljörðum tonna felst að 45% af öllum ávöxtum og grænmeti, 35% af öllum fiski og sjávarfangi, 30% af öllu korni, 20% af öllum mjólkurvörum og 20% af öllu kjöti er sóað.

4. 3,5 milljónum tonna af mat er sóað árlega á Norðurlöndunum.

5. Samkvæmt skýrslu Matvæla– og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að um 3.300.000 Gg af losun koldíoxíðígilda í heiminum á ári megi rekja til matarsóunar.

6. Mestum mat er sóað í Evrópu og Norður-Ameríku.

7. Minnst matarsóun er í Suð- og Suðaustur-Asíu.

8. Meðalheimili í Bandaríkjunum sóar mat að andvirði 250 þúsund króna á ári hverju.

9. Sá matur sem fer til spillis í Bandaríkjunum gæti brauðfætt 274 milljónir manna.

10. Það fara 200 lítrar af vatni í að framleiða eitt egg.

11. Sóun á tveimur meðalstórum hamborgurum er eins og að sóa tæplega 7000 lítrum af vatni.

12. 90% Bandaríkjamanna henda mat sem er í lagi vegna dagsstimpla á vörum.

Heimildir: matarsoun.is og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta eru tíu kynþokkafyllstu kokkarnir

Þetta eru tíu kynþokkafyllstu kokkarnir
Matur
Fyrir 3 dögum

Loftslagsbreytingar gætu tvöfaldað verðið á bjór

Loftslagsbreytingar gætu tvöfaldað verðið á bjór
Matur
Fyrir 4 dögum

Skorar á RÚV að sýna sláandi mynd um dýraníð – Vorkennir þeim sem neyta dýraafurða eftir áhorf

Skorar á RÚV að sýna sláandi mynd um dýraníð – Vorkennir þeim sem neyta dýraafurða eftir áhorf
Matur
Fyrir 4 dögum

Guðdómlegar appelsínu- og súkkulaðimúffur

Guðdómlegar appelsínu- og súkkulaðimúffur