fbpx
Matur

Nú getur þú orðið kokkur í Buckingham-höll: Svona sækir þú um

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 10:30

Kátt í höllinni.

Konungsfólkið í Buckingham-höll auglýsir nú eftir aðstoðarkokki í hið konunglega eldhús. Leitað er eftir starfsmanni í fulla vinnu sem vinnur fimm daga vikunnar, bæði í höllinni og á öðrum konunglegum setrum.

Hlutverk aðstoðarkokksins er að þróa rétti sem bornir eru fram við hin ýmsu tilefni sem og að fylgjast með vörubirgðum í hinu konunglega búri.

Þá vinnur aðstoðarkokkurinn einnig náið með yfirkokkinum að hinum ýmsu verkefnum í eldhúsinu frá degi til dags og þarf að vera reiðubúinn að ferðast utan Lundúnasvæðisins í vinnunni. Þeir sem sækja um þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu á mat, vera menntaðir í klassískri, franskri matargerð og búa yfir ríkri skipulagshæfni. Þá þarf aðstoðarkokkurinn einnig að hafa reynslu af því að þróa matseðla fyrir stóra hópa.

Hugsanlega þarf aðstoðarkokkurinn að elda fyrir Meghan Markle.

Það hefur áður komið fram að konungsfólk má ekki borða hvítlauk til að forðast andfýlu, þannig að þeir sem sækja um þurfa að aðlaga sig að því.

Engin laun eru tiltekin, en ef aðstoðarkokkurinn vill getur hann verið búsettur í Buckingham-höll. Ef aðstoðarkokkurinn velur það eru launin hans lækkuð í samræmi við það.

Með því að smella hér er hægt að sækja um starfið, en umsóknarfrestur er til 19. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum
Matur
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?
Matur
Fyrir 3 dögum

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur
Matur
Fyrir 3 dögum

„Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar“

„Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar“
Matur
Fyrir 3 dögum

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið
Matur
Fyrir 4 dögum

Fimm rotvarnarefni sem lengja líftíma matvæla en stytta líf manna

Fimm rotvarnarefni sem lengja líftíma matvæla en stytta líf manna
Matur
Fyrir 4 dögum

Viltu slá í gegn í vinnunni? Bakaðu þá þessar smákökur

Viltu slá í gegn í vinnunni? Bakaðu þá þessar smákökur