fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Matur

Fjögur ráð Nönnu til að sporna gegn matarsóun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 15:00

Nanna veit hvað hún syngur.

Matgæðingurinn landsþekkti, Nanna Rögnvaldardóttir, gaf nýverið út bókina Beint í ofninn. Í bókinni eru meðal annars góð ráð fyrir fólk til að sporna gegn matarsóun. Hér deilir Nanna nokkrum af þeim ráðum.

Skoðið hvað er til

Það er alltaf gott að skipuleggja innkaupin og skoða hvað til er heima áður en farið er í búðina svo að maður endi ekki með fjórar opnar pestókrukkur í ísskápnum eða marga bakka af kryddjurtum sem bara hafa verið tekin nokkur blöð úr.

Kaupið það sem þarf en ekki alltof mikið.

Ekki kaupa of mikið

Kaupa ekki of mikið í einu – það getur verið hagstætt að kaupa ýmislegt í stórum pakkningum en sá ágóði er fljótur að fara ef maður þarf svo að henda hluta af vörunni.

Skoða dagstimpla

Skoða dagstimpla í búðinni en rígbinda sig ekkert endilega við þá þegar heim er komið – óopnuð krukka eða pakki getur vel enst marga mánuði fram yfir dagsetninguna á umbúðunum, maður metur það bara fyrir sig.

Ýmislegt getur leynst í grænmetisskúffunni.

Geymdu matvæli rétt

Kynna sér hvernig best er að geyma, til dæmis grænmeti og ávexti, sumt á að vera í ísskáp, annað helst ekki – og ekkert endilega henda einhverju sem er farið að láta aðeins á sjá, það þarf alls ekki að vera verra á bragðið. Skoða reglulega hvað er í grænmetisskúffunni og miða kannski matseðil næstu daga að einhverju leyti við það sem þar er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Með ströngu mataræði náði hún að missa níutíu kíló: Sætti sig við að vera feita mamman á fótboltaleikjum

Með ströngu mataræði náði hún að missa níutíu kíló: Sætti sig við að vera feita mamman á fótboltaleikjum
Matur
Í gær

Jennifer Aniston verður fimmtug á næsta ári: Þessi drykkur heldur henni í formi

Jennifer Aniston verður fimmtug á næsta ári: Þessi drykkur heldur henni í formi