fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Syndsamlega góðir súkkulaðibitar úr smiðju Evu Laufeyjar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 13:00

Ljúffengt og lokkandi gúmmulaði hjá Evu Laufeyju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er einn þekktasti matgæðingur landsins, en nýlega bauð hún upp á dásamlega Rocky Road-súkkulaðibita í þætti sínum á Stöð 2, Einfalt með Evu.

Við fengum leyfi hjá þessari smekkkonu að birta uppskriftina, og varla annað hægt en að fyllast girnd í þessa bita.

Þessir bitar eru nokkrum númerum of girnilegir.

Rocky Road súkkulaðibitar

Hráefni:

100 g mini sykurpúðar
200 g dökkt súkkulaði
200 g mjólkursúkkulaði
100 g ristaðar pekanhnetur
100 g ristaðar möndlur
100 g Nóa kropp
100 g rjóma karamellukúlur

Þvílík sæla.

Aðferð:

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Saxið niður pekanhnetur. Setjið sykurpúða, helst litla, nóa kropp, karamellukúlur, ristaðar möndlur og pekanhnetur í pappírsklætt bökuform. Hellið súkkulaðinu yfir og inn í kæli þar til súkkulaðið er orðið stíft.

Þessir bitar klikka ekki með kaffinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa