fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Þetta er frábært ráð: Spældu egg í bræddum osti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 18:30

Hægt er að krydda eggið með hverju sem er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir sem borða egg hafa skoðanir á því hvernig á að matreiða þau. Sumir vilja spæld, aðrir vilja eggjahræru og enn aðrir búa til eggjaköku. Svo er það náttúrulega hið sívinsæla spælda egg í brauði.

Við erum hins vegar ástfangin af þessari frábæru aðferð til að spæla egg – ofan á bræddum osti. Osturinn er bræddur fyrst á pönnu þannig að hann verður dásamlega stökkur þegar eggið er tilbúið.

Spælt egg í osti

Hráefni:

Egg
Handfylli af osti (hér er gott að nota cheddar eða annan bragðsterkan ost)

Aðferð:

Setjið pönnu á hellu og hitið yfir meðalhita. Setjið ostinn í miðju pönnunar og leyfið honum að malla þar til hann byrjar að minna á blúndu. Brjótið síðan eggið ofan á ostahrúguna og notið spaða eða sleikju svo eggjahvítan renni ekki út um allt. Setjið lok á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur, eða þar til hvítan er elduð en rauðan enn hlaupkennd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Matur
Fyrir 3 dögum

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“
Matur
Fyrir 3 dögum

Helgarmatur fyrir ketó-snillingana: Sykurlaust pítupartí

Helgarmatur fyrir ketó-snillingana: Sykurlaust pítupartí