fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Eftirréttur allra eftirrétta: Karamella, bananar og gleði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 22:00

Slær í gegn í matarboðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar góðir gestir koma í mat er fátt betra en að enda máltíðina á frábærum eftirrétti. Hér er hugmynd að einum slíkum sem er fullkominn endir á góðri matarveislu.

Eftirréttur allra eftirrétta

Búðingur – Hráefni:

1 bolli hrísgrjón
3½ bolli nýmjólk
1 vanillustöng
2 eggjarauður
1/2 bolli rjómi
1/4 bolli sykur
smá salt
100 g grófsaxað hvítt súkkulaði

Dásemd í glasi.

Aðferð:

Skafið úr vanillustönginni og setjið kornin og sjálfa stöngina í pott með mjólk og hrísgrjónum. Hitið yfir meðalháum hita líkt og um grjónagraut væri að ræða og leyfið að malla í 20 til 25 mínútur og hrærið við og við í grautnum. Blandið saman eggjarauðum, rjóma, 1/4 bolla af sykri og salti. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu út í. Þegar grjónagrauturinn er tilbúinn er eggjarauðublöndunni bætt út í og suðan látin koma upp. Takið pottinn af hellunni þegar allt súkkulaðið er bráðnað. Takið vanillustöngina úr og hendið henni. Setjið í skálar og skreytið með möndlum, bönunum og karamellusósu.

Nammimöndlur – Hráefni:

1/2 bolli möndluflögur
1½ msk. sykur

Fallegir litir.

Aðferð:

Setjið sykur og möndlur á pönnu og hitið yfir meðalháum hita. Hrærið í þessu þegar sykurinn byrjar að bráðna þannig að hann karamelliseri möndlurnar vel. Setjið á bökunarpappír og leyfið möndlunum aðeins að jafna sig.

Nammibananar – Hráefni:

1 banani
2 msk. sykur

Aðferð:

Skerið banana í sneiðar og veltið upp úr sykrinum. Takið sömu pönnu og möndlurnar voru hitaðar á og setjið bananasneiðarnar á hana. Hitið yfir meðalháum hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið á bökunarpappír og leyfið að jafna sig.

Karamellusósa – Hráefni:

1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli rjómi
smá salt
2 msk. smjör

Aðferð:

Setjið öll hráefni á sömu pönnu og þið eruð búin að vera að nota og bræðið saman yfir meðalháum hita í um 2 mínútur, eða þar til blandan er fallega brún og farin að þykkna.

Nammi, namm!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Matur
Fyrir 3 dögum

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“
Matur
Fyrir 3 dögum

Helgarmatur fyrir ketó-snillingana: Sykurlaust pítupartí

Helgarmatur fyrir ketó-snillingana: Sykurlaust pítupartí