fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Rústaðir þú kökunni? Hér eru sex leiðir til að redda því

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 21:00

Það er hvimleitt að skemma köku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa eflaust flestir lent í því einhvern tímann á ævinni að rústa köku, hvort sem hún festist í forminu eða hrynur í sundur þegar hún er tekin úr ofninum. Þá er líka ofboðslega leiðinlegt þegar kökur falla og verða flatar. Ef er hins vegar í lagi með bragðið eru ýmsar leiðir til að redda kökunni.

Búið til kökupinna

Kökupinnar krefjast smá nosturs en það er ofboðslega einfalt samt sem áður. Eina sem þarf að gera er að blanda saman kökumylsnu og kremi og passa að deigið verði ekki of blautt. Síðan eru kúlur mótaðar úr deiginu og frystar. Því næst er öðrum enda á sleikjópinna dýft í brætt súkkulaði og stungið í kúluna. Þegar súkkulaðið storknar er allri kúlunni síðan dýft í brætt súkkulaði og skreytt. Fallegt og skemmtilegt á veisluborðið.

Prófið triffli

Triffli er algjör snilld. Þá er beinlínis bara hægt að búta glötuðu kökuna niður, raða hluta af henni í botn á stórri skál eða formi, þeyta síðan rjóma og skella ofan á, síðan einhverju sætu eða ávöxtum og endurtaka þetta síðan þar til skálin er full.

Límið hana saman með kremi

Stundum eru kökur ekki það illa farnar að hægt er að smyrja bara nógu mikið af kremi á þær til að bjarga þeim.

Hvað með kökusjeik?

Brjálaðir mjólkurhristingar hafa verið mjög vinsælir síðustu misseri. Oft eru þeytingarnar skreyttir með sætindum, allt frá kleinuhringjum til sælgætis. Því er tilvalið að skella smá kremi og kökuskrauti á kökuna og skreyta mjólkurhristing með litlum bita af henni.

Kökutrufflur eru æði

Hefðbundnar trufflur eru búnar til úr til dæmis smjöri, súkkulaði og rjóma en það er leikur einn að bæta smá kökumylsnu í trufflurnar. Svo er líka æði að blanda saman rjómaosti, söxuðum jarðarberjum og kökumylsnu og búa til trufflur úr því. Jafnvel súkkulaðihúðaðar.

Ísinn til bjargar

Eða þið getið bara skorið kökuna í bita og borið hana fram með ís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa