fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Fajita-sprengja á köldu vetrarkvöldi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 13:35

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift er einstaklega einföld og þarf einungis eina pönnu og nokkur hráefni til að töfra fram dýrindiskvöldmat.

Fajita-sprengja

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 laukur, í þunnar sneiðar líkt og hálfmána
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gul paprika, skorin í bita
1 græn paprika, skorin í bita
salt og pipar
½ bolli rifinn cheddar ostur
125 g piparostur, skorinn í teninga
110 g rjómaostur
3 kjúklingabringur
1 msk. chili krydd
1 msk. kúmen
1 tsk. hvítlaukskrydd

Aðferð:

Hitið olíu í pönnu yfir háum hita. Eldið papriku, lauk þar til grænmetið er mjúkt og kryddið með salti og pipar. Takið pönnuna af hitanum. Bætið cheddar osti, piparosti og rjómaosti á pönnuna og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Kryddið kjúkling með salti, chili kryddi, kúmeni og hvítlaukskryddi og nuddið kryddinu á kjúklinginn. Skerið langsum í aðra hlið bringunnar tli að mynda vasa og fyllið vasann með grænmetis- og ostablöndunni. Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna yfir meðalhita og bætið meiri ólífuolíu við ef þarf. Eldið kjúklinginn í um 7 mínútur á hvorri hlið og berið fram með salsa sósu, sýrðum rjóma og guacamole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa