fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Spáir fyrir um baksturstísku næsta árs: Tími slöku bakaranna er kominn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 23:00

Christina er einstaklega hugmyndaríkur bakari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christina Tosi er súperstjarna í bakstursheiminum. Hún er stofnandi og eigandi bakarísins Milk Bar sem er með útibú um öll Bandaríkin. Þá hefur hún gefið út matreiðslubækur og verið dómari í raunveruleikaþáttunum MasterChef, svo fátt eitt sé nefnt.

Christina var sérstakur gestur á viðburðinum The Next Big Bite Trends í New York fyrir stuttu og settist niður með Joe Yonan, ritstjóra matarhlutar The Washington Post, og talaði um hvaða tískustraumar verði áberandi í mat og drykk árið 2019.

Christina var einu sinni fastur dómari í raunveruleikaþættinum MasterChef. Eina konan sem hefur gegnt því hlutverki í bandarísku útgáfunni af þáttunum.

Það má segja að Christina hafi glatt marga á viðburðinum þegar hún sagði að tími flókinna vatnsdeigsbolluturna með karamellusósu og íburðarmikilla eftirrétta væri liðinn. Á næsta ári tækju við einfaldari tíma þar sem til að mynda smákökur kæmust í tísku. Þó ekki alveg venjulegar smákökur heldur hefðbundnar smákökur með óhefðbundinni nálgun.

Hún sagði einnig að vinsæll huggunarmatur myndi komast rækilega í tísku, þó á nýstárlegan hátt þar sem óvæntum hráefnum væri bætt við klassíska rétti. Dæmi um einfaldan huggunarmat eru til dæmis brúnkur, eða brownies, belgískar vöfflur, djöflakaka með súkkulaðikremi og einföld triffli sem þarf nánast enga hæfni til að setja saman. Í stuttu máli: þeir sem hafa hingað til fyllst minnimáttarkennd yfir baksturshæfileikum sínum geta látið ljós sitt skína á næsta ári ef Christina hefur rétt fyrir sér.

Brúnkur eru einstaklega einfaldar – bara henda nokkrum hráefnum í skál og málið er dautt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa