fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Sala á Bröggum hefur tífaldast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 11:10

Viktor var hæstánægður með vinsældir Braggans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á tveggja laga súkkulaðiköku sem fyllt er með smjörkremi og húðuð með súkkulaði, svokölluðum Bragga, hefur tífaldast síðan að braggamálið svokallaða kom upp er varðar braggann í Nauthólsvík sem fór langt fram úr kostnaðaráætlun.

„Já, sala á Bragga hefur tífaldast og enn er nokkuð eftir af mánuðinum,“ segir Viktor Sigurjónsson sem sér um sölu- og markaðsmál fyrir Kristjánsbakarí sem framleiðir Braggann. Við ræddum við Viktor um þessa velgengni Braggans í síðustu viku þar sem Viktor sagði það hafa verið meðvitaða ákvörðun að nýta sér umtal varðandi braggann í Nauthólsvík til að auglýsa klassísku Braggakökuna, sem framleidd hefur verið síðan í kringum árið 1970.

Sjá einnig: Hafa vart undan að búa til Bragga: „Við erum ekkert að fara fram úr neinum kostnaðaráætlunum“.

1500 prósent söluaukning

Bragginn rýkur út.

Kristjánsbakarí er staðsett á Akureyri og rekur þar bakarí, en Bragganum er dreift í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Braggarnir hafa klárast nánast jafnfljótt og þeir hafa komið í verslanir hér fyrir sunnan og segir Viktor að þessi söluaukning hafi komið starfsmönnum fyrirtækisins í opna skjöldu.

„Við erum að tala um 1500 prósent söluaukningu. Það er ótrúlegt alveg hreint,“ segir Viktor í samtali við DV í dag. Í frétt okkar í síðustu viku sagði hann frá því að fátt annað kæmist að fyrir norðan en að framleiða Bragga og það stendur enn.

Fyrir norðan höfum við lítið annað gert en að framleiða Bragga. Þetta er mikil handavinna en við erum ekkert að fara fram úr neinum kostnaðaráætlunum – við vitum alveg hvað þetta kostar. Við frestum bara öðrum verkum, eins og einhverju tengt jólunum sem þarf að fara að undirbúa. Við bara komum því fyrir á öðrum tímum. Það er hörkuduglegt fólk að vinna hjá okkur sem er alltaf til í að taka þátt í svona. Það er skemmtilegt þegar eitthvað svona nýtt gerist – þá langar fólki að taka þátt. Við erum með frábæra bakara og starfsfólk sem við gætum ekki verið án.“

Sjá einnig: DV birtir allt braggabókhaldið.

Sérinnflutt strá frá Svíþjóð

Kristjánsbakarí á Akureyri selur einnig uppgerða Bragga sem hafa vakið mikla lukku meðal Akureyringa.

„Eins og með alla Bragga var engu til sparað í þennan Bragga. Stráin til skreytingar voru sérinnflutt frá Svíþjóð og það var vandað til verka við hvert handtak. Það skal þó viðurkennast að ekki fóru 20.000 vinnustundir í þennan Bragga,“ stendur á Facebook-síðu Kristjánsbakarí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa