fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Borðtuska getur breyst í bakteríubombu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 07:45

Hreinlæti er afar mikilvægt í matargerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreinlæti við eldamennsku er afar mikilvægt og ber að taka það alvarlega – sérstaklega þegar verið er að elda fyrir aðra.

Á vef Matvælastofnunar er að finna ýmsar handhægar upplýsingar sem og heilræði þegar kemur að matvælum.

Hér á eftir fylgja heilræði um hreinlæti sem við teljum vera skyldulesningu:

* Sýkla er víða að finna og hættan á að matvæli innihaldi sýkla er alltaf fyrir hendi. Þeir geta borist á milli matvæla með snertingu sýklamengaðra matvæla við önnur matvæli eða með höndum, hönskum eða áhöldum sem hafa mengast.

* Þvoum alltaf hendur áður en farið er að eiga við mat eða borða, milli þess að ólík matvæli eru meðhöndluð og að sjálfsögðu eftir salernisferð.

Munið að þvo hendur.

* Ef nokkur möguleiki er á, útbúðu ekki mat fyrir aðra ef þú hefur magapest, hálsbólgu eða ígerð í sári á höndum.

* Alifuglakjöt og annað hrátt kjöt má ekki komast í snertingu við önnur matvæli við geymslu.

* Þurrkið blóðvatn frá kjöti og kjúklingum upp með eldhúspappír. Gætið þess sérstaklega við meðhöndlun, að hrátt kjöt eða kjötsafi snerti aldrei matvæli sem ekki verða hituð fyrir neyslu.

* Notið hrein áhöld. Þvoið ætíð hnífa og skurðarbretti þegar skipt er úr einni gerð hráefna yfir í aðra. Þvoum hnífa og skurðarbretti oft og höldum eldhúsborði hreinu. Þannig getum við komið í veg fyrir að við flytjum sjúkdómsvaldandi bakteríur úr hráum mat yfir í tilbúinn mat.

Hrein áhöld, takk fyrir.

* Borðtuska getur breyst í bakteríubombu! Þvoum hana við a.m.k. 60°C eða leggjum í klór. Skiptum oft um borðtusku. Notum hana aldrei á gólfið! Eldhúspappír hentar oft í stað tusku.

* Hugið að hreinlæti. Þvoið hendur oft og ætíð eftir salernisferðir, bleyjuskipti, umönnun gæludýra og vinnu með hrátt kjöt. Setjið vatnsheldan plástur á sár eða notið vatnshelda hanska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa