fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Holl hnetusúpa, lambasalat og lokkandi lax

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 15:00

Fjölbreyttur matseðill vikunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er komið að því vikulega hér á matarvefnum – nefnilega matseðli vikunnar fyrir virku dagana í vikunni. Vonandi veitir þessi matseðill fólki einhvern innblástur í eldhúsinu en á seðlinum kennir ýmissa grasa. Hér á eftir er til dæmis lax fylltur með spínati og fetaosti, vegan súpa og geggjuð föstudagspítsa. Njótið!

Mánudagur – Lax fylltur með spínati og fetaosti

Uppskrift af This Healthy Table

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
4 laxaflök
1 meðalstór laukur, skorinn smátt
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 bollar „baby“ spínat
1/3 bolli fetaostur
spírur til skreytingar, má sleppa

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Hitið 1 matskeið af olíu á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið laukinn í 2 mínútur, bætið svo hvítlauk saman við og steikið í 1 til 2 mínútur í viðbót. Bætið spínatinu saman við og eldið í 30 sekúndur, eða þar til það fölnar. Takið af hitanum og hrærið fetaostinum saman við. Skerið langsum í síður laxaflakanna þannig að úr verður það sem minnir á vasa. Skiptið spínatblönduna í 4 hluta og fyllið hvert flak með einum hluta af blöndunni. Raðið flökunum á ofnplötu og drissið restinni af olíunni á þau. Bakið í 8 til 10 mínútur og skreyið með spírum.

Lokkandi lax.

Þriðjudagur – Vestur-afrísk hnetusúpa

Uppskrift af Cookie + Kate

Hráefni:

6 bollar grænmetissoð
1 meðalstór rauðlaukur, smátt saxaður
2 msk. ferskt engifer, smátt saxað
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 tsk. salt
1 grænkálsbúnt, laufin tekin af stilkum og skorið í mjóa renninga
¾ bolli ósaltað vegan hnetusmjör
½ bolli tómatpúrra
„hot sauce“
¼ bolli salthnetur, grófsaxaðar

Aðferð:

Takið til stóran pott og hellið soðinu í hann. Náið upp suðu í soðinu yfir meðalhita. Bætið síðan lauk, engiferi, hvítlauk og salti saman við. Látið malla í 20 mínútur. Blandið hnetusmjöri og tómatpúrru saman í stórri skál sem þolir hita. Blandið síðan 1 til 2 bollum af heitu soðinu saman við og þeytið þar til blandan er silkimjúk. Hellið hnetublöndunni síðan saman við soðið í pottinum og hrærið vel saman. Hrærið grænkáli saman við og „hot sauce“ eftir smekk. Látið malla í 15 mínútur til viðbótar og hrærið reglulega í blöndunni. Skreytið með salthnetum og berið jafnvel fram með hrísgrjónum eða brauði.

Æðisleg hnetusúpa.

Miðvikudagur – Lambasalat með sojaristuðum sólblómafræjum

Uppskrift af lambakjot.is

Hráefni:

8 lambalundir
½ poki sólblómafræ
1 dl sojasósa
1 stk. paprika
2 msk. þykkt balsamikedik
1 dl ólífuolía
1 msk. sesamolía
fersk græn salatblanda

Aðferð:

Setjið olíu á heita pönnu. Ristið sólblómafræ á vel heitri pönnu þar til þau eru gyllt, þá er sojasósunni hellt yfir og látið malla þar til vökvinn er horfinn og síðan eru fræin þerruð á pappír. Setjið olíu á vel heita pönnu, steikið lundirnar, 2 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið hvíla í um það bil 3 mínútur. Hitið síðan í ofni í 2 mínútur við 180°C og látið svo hvíla aftur í um það bil 3 mínútur. Skolið salatið og setjið í skál með smátt skorinni papriku. Skerið lambakjötið þunnar sneiðar og breiðið yfir salatið, stráið fræjunum yfir lambakjötið . Sólblómafræin verða því kryddið á kjötið. Blandið balsamikediki, ólífuolíu og sesamolíunni saman í skál og hellið yfir salatið.

Lambasalat á miðvikudegi.

Fimmtudagur – Fjárhirðabaka

Uppskrift af Spend With Pennies

Hráefni:

500 g lamba- eða nautahakk
1 meðalstór laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, maukaðir með hvítlaukspressu
280 g frosnar baunir og gulrætur, afþýddar
280 g maískorn
280 g tómat- eða sveppasúpa í dós
2 tsk. Worcestershire-sósa
½ tsk. salt
¼ tsk. basilkrydd
1/8 tsk. pipar
3 bollar kartöflumús
1 bolli rifinn cheddar ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Eldið hakkið, lauk og hvítlauk yfir meðalhita þar til hakkið er eldað í gegn. Hellið allri fitu af. Blandið súpu, Worcestershire-sósu, salti, basil og pipar saman við og dreifið þessu í botninn í eldföstu móti. Dreifið baunum, gulrótum og maískornum yfir hakkblönduna. Dreifið síðan kartöflumúsinni yfir grænmetið og drissið cheddar ostinum ofan á. Bakið í 25 til 30 mínútur.

Fjárhirðabaka í huggunarmat.

Föstudagur – Kjúklinga- og pestópítsa

Uppskrift af My Purple Spoon

Botn – Hráefni:

1 bréf þurrger
1 bolli volgt vatn
1 tsk. kókossykur
2 ½ bolli heilhveiti
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt

Aðferð:

Blandið þurrgeri, sykri og vatni saman í meðalstórri skál og leyfið þessu að bíða í 5 mínútur, eða þar til blandan freyðir. Blandið restinni af hráefnunum saman við. Leyfið deiginu að hefast í korter, hnoðið síðan í smá stund og fletjið út á ofnplötu.

Álegg – Hráefni:

grænt pestó, heimagert eða keypt í verslun
115 g kjúklingur, rifinn niður
115 g rifinn ostur
1 meðalstór tómatur, skorinn í sneiðar
ferskt basil, smátt saxað
dass af chili flögum (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Smyrjið þunnu lagi af pestói á botninn. Bætið restinni af hráefnunum ofan á pítsuna og bakið í 25 til 35 mínútur, eða þar til botninn er farinn að brúnast.

Sítrónusalat – Hráefni:

3 bollar klettasalat
1 msk. ólífuolía
safi úr ½ sítrónu
salt og pipar

Aðferð:

Blandið öllu saman í stórri skál. Þegar pítsan er komin úr ofninum og búin að kólna lítið eitt er klettasalatinu dreift yfir.

Föstudagspítsan klár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa