fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Matarvefnum berst frábær liðsauki: Tvítugur matreiðslumaður sem elskar að vera í eldhúsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 13:00

Erla er mjög lunkin í eldhúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum erum í skýjunum með liðsauka sem okkur hefur borist. Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir verður 21 árs í nóvember og útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi síðasta sumar. Hún ætlar að deila ástríðu sinni með lesendum matarvefs DV með reglulegum pistlum framvegis. Erla hefur verið viðriðin veitingabransann síðan hún var unglingur og elskar að vera í eldhúsinu.

Erla vinnur á Apótek Restaurant.

„Ég hef alltaf haft hrikalega mikinn áhuga á mat og öllu sem tengist honum. Á fjórtán ára afmælisdaginn minn buðu mamma og pabbi mér og systur minni út að borða á Tapas barinn. Pabbi vissi þá að ég var ansi ákveðin í að verða kokkur þannig að hann nefndi það við eigandann þar sem hann þekkti hann nokkuð vel. Þá bauð hann mér að prufa að vinna í eldhúsinu þar og ég var sko heldur betur til í það. Fljótlega eftir það byrjaði ég að hjálpa til í eldhúsinu og fór beint á samning á Tapas barnum eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla,“ segir Erla sem er afar þakklát fyrir þennan tíma.

„Ég myndi segja að ég hafi lært ótrúlega mikið þarna og ég var heldur betur umkringd yndislegu fólki.“

Uppi á stól að elda með mömmu

Í dag vinnur Erla á Apótek Restaurant og stefnir á að klára meistaranám næsta vor. Hún vinnur mikið en þegar hún á stund milli stríða snýst heimurinn hennar nánast eingöngu um mat og matargerð.

„Ég elska að lesa matreiðslublöð og -bækur og horfa á matreiðsluþætti. Síðan finnst mér að sjálfsögðu ótrúlega gaman að dunda mér í eldhúsinu tímunum saman. Ég hef alveg síðan ég man eftir mér haft rosalega mikinn áhuga á öllu sem tengist mat og man ég sérstaklega vel eftir því að vera standandi uppi á

Girnilegur réttur.

stól að elda með mömmu. Það mætti segja að ég hafi náð að troða mér með alls staðar þar sem einhver var að bralla eitthvað tengt mat,“ segir Erla og hlær.

Einfaldar og flóknar uppskriftir

Erla sækir sér í innblástur með því að fara út að borða, hér heima og erlendis, og sjá hvað aðrir eru að sýsla með mat. Hún er hokin af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og hlakkar til að deila sinni þekkingu með lesendum matarvefs DV.

Erla er með fullt af hugmyndum og ætlar að deila með lesendum DV.

„Fyrst og fremst vil ég bjóða lesendum DV upp  á skemmtilegar uppskriftir, allt frá einföldum og upp í flóknari uppskriftir fyrir þá sem vilja spreyta sig extra mikið í eldhúsinu. Ég vona að ég geti deilt með fólki skemmtilegum hugmyndum, ráðum og uppskriftum.“

Við bjóðum Erlu hjartanlega velkomna í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa