fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Hún hefur ekki drukkið annað en Pepsi í 64 ár: „Ég kalla þetta ekki fíkn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 23:00

Jackie er hress. Mynd: Skjáskot af vef The Mirror.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jackie Page er 77 ára og hefur ekki drukkið aðra drykki en Pepsi í 64 ár. Hún smakkaði fyrst Pepsi þegar hún var þrettán ára, árið 1954, og segist í dag ekki myndu drekka vatn þó líf hennar lægi við. Jackie drekkur fjórar dósi af Pepsi á dag og hefur innbyrt það sem nemur þremur milljónum sykurmola síðan Pepsi-neyslan hófst.

Snertir ekki vatn

„Ég kalla þetta ekki fíkn. Þetta er bara eitthvað sem mér finnst gott og ég get ekki gert að því að mér finnst ekkert annað gott,“ segir Jackie í samtali við breska miðilinn The Mirror.

„Sumum gæti þótt þetta skrýtið og að maður ætti ekki að drekka Pepsi í dag. En mér er sama og ég sætti mig ekki við neitt annað. Ég myndi aldrei drekka vatn – glætan. Ekki einu sinni ef lífið lægi við. Og ég vil ekki drekka te eða kaffi,“ segir þessi hressa langamma.

93 þúsund dósir

Jackie er hörð á því að drekka bara Pepsi úr dós – ekki úr gleri. Hún heldur því statt og stöðugt fram að Pepsi-neyslan hafi ekki haft nein slæm áhrif á heilsuna.

„Ég var alltaf mjög, mjög grönn þar til fyrir fimm árum – en ég held að það sé út af því að ég hreyfi mig ekki eins mikið og ég gerði,“ segir hún. „Þeir segja að Pepsi sé vont fyrir tennurnar en ég fæddist í stríðinu og það eru ekki mörg okkar sem eru ekki með rotnar tennur, þannig að ég veit ekkert um það.“

Á þessum 64 árum hefur Jackie drukkið rúmlega 93 þúsund dósir, sem hafa kostað hana rúmlega tíu milljónir króna. Hún segir að móðir hennar hafi átt í stökustu vandræðum með að fá hana til að drekka þegar hún var barn.

„Mér finnst mjólk og vatn vont. Mamma sagði við mig að ég þyrfit að drekka eitthvað. Ég veit að hún gaf mér stundum límónaði eða kirsuberjadrykk,“ segir Jackie. „Ég drakk ekki til að njóta. Drykkja var eitthvað sem ég umbar áður en ég smakkaði Pepsi.“

Pepsi bannað á fæðingardeildinni

Einu skiptin sem Jackie hefur hætt að drekka Pepsi var þegar hún var á spítala að eiga börnin sín fjögur. Það var á sjöunda áratug síðustu aldar og Pepsi var bannað á fæðingardeildinni.

„En ég hef farið á sjúkrahúsið síðan í stórar aðgerðir og þá mátti ég taka það með mér. Starfsfólkið fylltist viðbjóði en það leyfði mér að geyma Pepsi í ísskápnum í eldhúsinu því ég vildi ekki drekka neitt annað. Börnin mín heimsóttu mig á sjúkrahúsið með birgðir af því svo ég myndi ekki þorna upp.“

Í dag fylgja barnabörnin hennar ellefu og barnabarnabörnin hennar átta þeim ströngu reglum að halda sig frá Pepsi-birgðunum hennar þegar þau heimasækja hana á heimili sínu í Surrey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa