fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Höfum við verið að rífa ost bandvitlaust í alltof langan tíma?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 17:05

Ostur er vinsæll hjá hnuplurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð uppi fótur og fit á Twitter fyrir stuttu þegar tístarinn Bea deildi gömlu myndbandi frá uppskriftavefnum Tastemade í Bretlandi. Myndbandið var gert til að sýna áhorfendum vissa uppskrift, en Bea tók eftir nokkru sem var enn merkilegra en uppskriftin – nefnilega hvernig osturinn var rifinn í matinn sem var verið að elda.

Eins og sést í myndbandinu er osturinn rifinn með hefðbundnu rifjárni sem lítur út eins og hólkur, með mismunandi rifstillingu á hverri hlið. En í staðinn fyrir að setja rifjárnið ofan á skerbretti eða ofan í skál er hólknum snúið þannig að hann liggur og osturinn rifinn. Síðan er ostinum einfaldlega hvolft ofan í skál. Með þessari leið fer akkúrat ekkert til spillis og lítið festist í tönnum rifjárnsins.

Það má segja að samfélagsmiðillinn hafi gjörsamlega farið á hliðina innan vissra kreðsa þegar myndbandið fór í loftið og virðist vera að þetta hafi nánast breytt lífi fólks.

Hins vegar hefur Bea orðið fyrir vissu aðkasti og hefur nú biðlað til fólks um að hætta að senda sér myndir af rifjárnum til að reyna að afsanna að aðferðin í myndbandinu sé best.

Það verður náttúrulega hver að meta það fyrir sig hvaða aðferð er best til að rífa ost, en þessi í myndbandinu er ansi sniðug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa