fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Góðar fréttir fyrir Rúrik, Katrínu Tönju og Manuelu: Áhrifavaldar fá frítt að borða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 22:00

Hópferð til Mílanó?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavöldum fer fjölgandi um heim allan og nýta vinsældir sínar til að hafa áhrif á annað fólk. Nú hefur veitingastaðurinn This Is Not a Sushi Bar í Mílanó á Ítalíu tekið upp á því að bjóða fólki uppá að breyta vinsældum sínum í gjaldmiðil. Veitingastaðagestir sem sagt græða á því að eiga haug af fylgjendum á Instagram og geta þurft að borga minna fyrir máltíðina sína ef þeir nýta sér vinsældirnar. This Is Not a Sushi Bar býður uppá ferskt sushi og sashimi þar sem hver réttur er borinn fram á litlum disk.

Meðal þess sem veitingastðurinn býður uppá.

Þetta vinsældarbrask virkar sem sagt þannig að þeir sem borða á staðnum og eru með Instagram-reikning þurfa einfaldlega að setja mynd af matnum sínum á Instagram með kassamerkinu #thisisnotasushibar. Eftir mat þá fara gestir með símana sína á kassann og afgreiðslufólkið reiknar út hve mikinn afslátt viðkomandi fær af matnum miðað við hvað Instagram-færslan náði mikilli útbreiðslu og hve marga fylgjendur fólk á.

Margir nýta sér þetta uppátæki veitingastaðarins.

Hins vegar þurfa gestir að vera með ansi marga fylgjendur. Þeir sem eru með færri en þúsund fylgjendur fá engan afslátt. Notendur með á milli 1000 og 5000 fylgjendur fá einn frían disk, þeir sem eru með 5000 til 10.000 fylgjendur frá tvo diska ókeypis og þeir sem eru með 10.000 til 50.000 fylgjendur frá fjóra fría diska. Þeir sem spila í úrvalsdeilidinni og eru með 50.000 til 100.000 fylgjendur fá átta ókeypis diska en þeir sem eru með 100.000 fylgjendur og yfir fá alla máltíðina frítt.

Það eru ávallt margir símar á lofti á This Is Not a Sushi Bar.

„Venjulegt“ fólk borgar

Í samtali við breska blaðið Metro segir stofnandi veitingastaðarins, Matteo Pittarello, þetta frábæra leið til að virkja viðskiptavini.

„Við ætlum að hafa þetta fyrirkomulag varanlegt. Við vitum ekki betur en við séum þau fyrstu í heiminum til að bjóða upp á þetta. Við erum óhefðbundið fólk og við elskum óhefðbundna hluti,“ segir hann og hafnar því að verið sé að fara of langt með dýrkun fólks á samfélagsmiðlum.

„Samfélagsmiðlar hafa áhrif á líf okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við erum bara að spila með. Allir aðrir eru velkomnir á veitingastaðinn okkar. Fólk bara borgar á hefðbundinn hátt ef það er ekki áhrifavaldar. Við viljum að allir séu velkomnir.“

Nóg að gera hjá starfsfólkinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa