fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Matur

Matarklám á sunnudegi: Bakarí sem selur bara smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 12:00

Við fáum vatn í munninn.

Bakaríið Chip NYC í New York-borg vestan hafs er gríðarlega vinsælt, en sérstaða bakarísins er sú að þar eru eingöngu seldar smákökur.

En þetta eru sko engar venjulegar smákökur, eins og sést á Instagram-síðu bakarísins. Raunar telja margir að Chip NYC selji bestu smákökur í Bandaríkjunum, jafnvel í heiminum.

Fjölmargar tegundir eru í boði á hverjum degi og ættu flestir að finna eitthvað við hæfi, hvort sem það er hefðbundin súkkulaðibitakaka, samlokukaka fyllt með ís, haframjöls- og eplakaka eða kaka með blautri karamellu í miðjunni.

Það er hugsanlega ekki réttnefni að kalla þetta smákökur því bakkelsið er ansi stórt, enda kökurnar mótaðar með stórri ísskeið áður en þær fara inn í ofninn.

Og þó Chip NYC sé óraveg í burtu þá er ekkert að því að láta sig dreyma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Nilli segir farir sínar ekki sléttar á Blönduósi: „Og þá kom höggið“

Nilli segir farir sínar ekki sléttar á Blönduósi: „Og þá kom höggið“
Matur
Í gær

Taktu prófið: Er þetta matur eða eitthvað allt annað? Sérðu muninn?

Taktu prófið: Er þetta matur eða eitthvað allt annað? Sérðu muninn?
Matur
Fyrir 2 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 3 dögum

Ný tegund af Oreo ærir matgæðinga

Ný tegund af Oreo ærir matgæðinga