fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

6 ástæður fyrir því að granatepli gæti bjargað lífi þínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 17:30

Granatepli er ofurfæða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granatepli er ávöxtur sem er mjög ríkur af næringarefnum og talinn mikil ofurfæða. Ávöxturinn er vinsæll um heim allan og hefur það ýmsa kosti með sér í för að borða hann.

1. Granatepli innihalda efnasambönd sem hafa lækningarmátt

Púnikalagin finnst í hýði og safa granateplisins og inniheldur gríðarlega mikið magn af C vítamíni. Eitt granatepli á dag getur í raun innihaldið 40% af ráðlögðum dagskammti af vítamíninu. Púnikalagin er efni sem hefur verið sagt berjast gegn krabbameini. Svo er það olían í granateplafræjunum, en hún ásamt púnikalagin hjálpar frumum líkamans að berjast gegn óvinum.

2. Granatepli bæta minnið

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að safinn úr granateplum geti bætt minni fólks. Er talið að neysla granatepla geti bætt blóðflæði til litla heilans og þar af leiðandi bætt minnið.

3. Granatepli geta lækkað blóðþrýstinginn

Neysla granatepla getur haft góð áhrif á hjartað og meðal annars lækkað blóðþrýsting og spornað gegn æðakölkun.

4. Granatepli segja hrukkum stríð á hendur

Granatepli auka styrk kollagens í húðinni og getur þar af leiðandi spornað gegn hrukkum. Þá berjast granatepli einnig gegn sindurefni sem getur skaðað húðina.

5. Granatepli berjast gegn sveppasýkingum

Efnin sem finnast í granateplum berjast gegn örlífverum sem eru hættulegar líkamanum, eins og ýmsum sveppa- og bakteríusýkingum.

6. Granatepli eru góð við gigt og risvandamálum

Neysla granatepla getur létt á sársauka í liðamótum og því hjálpað fólki með gigt. Þá hefur því einnig verið haldið fram að granatepli, sökum þess hve næringarrík þau eru, geti hjálpað til við risvandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa