fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Plataðu gestina: Fylgdu þessum ráðum svo kökumixið bragðist eins og heimatilbúin kaka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 14:00

Kökumixið tekið upp á næsta stig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki öllum gefið að baka, sumum finnst það hreint út sagt leiðinlegt og enn öðrum fallast hendur við að mæla þurr- og blautefni í skál. Þá er nú aldeilis gott að til eru kökumix sem létta mörgum lífið sem vilja baka sjálfir heima, en treysta sér ekki til að gera það frá grunni. Eða einfaldlega nenna því ekki.

Kökumix eru þrælsniðug og í dag er fjölbreytt og girnilegt úrval af slíkum vörum. Þó að bakstur sé kannski ekki þín sterkasta hlið er leikur einn að lyfta kökumixinu upp á hærra stig með einu, eða fleirum, af eftirfarandi ráðum.

Notið alvöru smjör

Yfirleitt á að blanda kökumixinu saman við olíu, vatn og egg. Það er hins vegar þjóðráð að skipta olíunni út fyrir smjör, annað hvort mjúkt smjör eða bráðið. Smjör gerir allt betra.

Ekki nota olíu – notið smjör.

Út með vatnið

Það eru til svo margir vökvar sem eru betri í bakstur en vatn. Prófið að skipta vatninu út fyrir mjólk, súrmjólk eða kókosmjólk. Svo er líka algjör snilld að skipta hluta af vökvanum út fyrir bragðsterkt kaffi. Passið bara að kæla það aðeins áður en því er bætt út í blönduna.

Pakkabúðingur er snilld

Það eru til alls konar skyndibúðingar í pakka sem er tilvalið að leika sér með þegar notast er við kökumix. Skyndibúðingur er góður í ýmsan bakstur til að gefa bakkelsi betra bragð og meiri fyllingu. Súkkulaðibúðingur er klassík, en við mælum með að þið prófið ykkur áfram í þessum efnum.

Notið ímyndunaraflið

Tilvalið er að bæta við grófsöxuðu súkkulaði, þurrkuðum ávöxtum eða hnetum við kökumixið. Það gerir kökuna eilítið áhugaverðari.

Súkkulaðibitar í kökumix er snilld.

Búið sjálf til kremið

Það er talsvert einfaldara að gera gott smjörkrem en að baka köku. Til að blekkja gestina algjörlega þá mælum við með að sleppa því að kaupa tilbúið krem og búa það frekar til sjálfur. Þetta er ekki flókið og er til dæmis hægt að þeyta 150 grömm af mjúku smjöri í 4 til 5 mínútur, bæta síðan 300 grömmum af flórsykri, 50 til 100 grömmum af bræddu hvítu súkkulaði og 1 teskeið af vanilludropum saman við. Þeyta, þeyta, þeyta og voila – geggjað smjörkrem. Ef þið takið hvíta súkkulaðið úr þessari blöndu þá stendur eftir hefðbundið smjörkrem sem hægt er að bæta ýmsu saman við, til dæmis kakói eða karamellusósu.

Bætið við eggjum

Eggin gefa kökunni gott bragð og hjálpa henni að lyftast. Setjið einu eggi meira en leiðbeiningar á kökumixpakkanum kveða á um og kakan verður léttari og betri.

Ekki spara eggin.

Ekki sleppa saltinu

Maður á alltaf að setja smá salt í deig, hvort sem um er að ræða kökumix eða bakkelsi sem gert er frá grunni. Saltið gefur bragðinu einfaldlega meiri dýpt.

Slepptu fram af þér beislinu

Ekki gleyma að skreyta kökuna. Hvort sem þú velur nammi, súkkulaði, rjóma, ávexti, ber eða bara hvað sem er – leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala.

Þó þú kunnir ekkert að baka gætirðu verið lunkin/n að skreyta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa