fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Fimm rotvarnarefni sem lengja líftíma matvæla en stytta líf manna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 22:00

Passið ykkur á rotvarnarefnunum.

Hugmyndin um rotvarnarefni hljómar eins og virkilega góð hugmynd þar sem efnin lengja líftíma matvæla. Hins vegar eru mörg rotvarnarefni sem hafa slæm áhrif á mannslíkamann og geta í raun, ef neytt er í miklu magni, stytt líf mannanna. Hér eru fimm rotvarnarefni sem hafa hvað skaðlegustu áhrifin á mannfólkið.

Natríumbensóat

Hér er á ferð einn hræðilegasti glæpamaðurinn í matarheiminum í dag. Natríumbensóat kæfir hvatbera í líkamanum með því að leysa upp lagið með varnarpróteini og svelta þá af súrefni. Þá skemmir natríumbensóat líka DNA.

Þetta rotvarnarefni finnst til að mynda í gosdrykkjum og súrsuðum gúrkum og getur brotið niður ónæmiskerfi líkamans og valdið blóðkrabbameini.

Það er ansi gott úrval af gosdrykkjum í matvöruverslunum.

BHA og BHT

Kíkið á innihaldslýsingar á snakki, frosnum pylsum, gelatíni, morgunkorni og tyggjói. Þessar vörur gætu innihaldið bútýlerað hýdroxýanisól (BHA) og bútýlhýdroxýtólúen (BHT), en þessi efni hindra að matvæli verði þrá. Þá tryggja þau að matvæli haldi sínu bragði og lit, en rotvarnarefnin hafa líka slæm áhrif á taugakerfi heilans, geta haft áhrif á hegðun fólks og hjálpað krabbameinsfrumum að þrífast.

MSG

MSG, eða mónósódíum glútamat, er vel þekkt og er oft notað í sterkan mat, skyndisúpur, sósur, snakk, frosinn, tilbúinn mat og kjötvörur. MSG er svo hættulegt salt að það getur valdið banvænum mígrenisköstum í ungbörnum. Þá örvar MSG frumur of mikið þannig að þær eyðileggjast eða deyja. Sumir eru með ofnæmi fyrir MSG og getur saltið þá valdið þunglyndi og augnskaða.

Natíumnítrat og nítrít

Þessi efni eru notuð til að drepa villt svín, en þau finnast í ýmsum kjötvörum og reyktum fiski. Þessi tvö rotvarnarefni eru krabbameinsvaldandi og leggja mikið álag á hreinsunarlíffærin brisið og lifur. Og vert er að minnast á að þessi efni finnast líka í sígarettum.

Natríum súlfat

Margir hafa ofnæmi fyrir súlfati en vita það hugsanlega ekki. Þetta vinsæla rotvarnarefni í vínbransanum getur valdið útbrotum, höfuðverkjum og astmaköstum. Hafið einnig augun opin fyrir natríum súlfati í þurrkuðum ávöxtum, sítrónu- og límónusöfum í flöskum og súrkáli.

Natríum súlfat getur fundist í þurrkuðum ávöxtum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati
Matur
Fyrir 3 dögum

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt
Matur
Fyrir 3 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 4 dögum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum
Matur
Fyrir 4 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“