fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Meghan Markle þarf að sneiða hjá uppáhaldsmatnum sínum á meðgöngunni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:45

Meghan Markle Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogaynjan Meghan Markle gengur með fyrsta barn þeirra Harry Bretaprins, eins og konungsfjölskyldan tilkynnti í gær. Er barnið væntanlegt næsta vor og ríkir mikil spenna í Buckingham-höll.

Meghan er alræmdur matgæðingur og veit fátt betra en að gera vel við sig í mat og drykk. Því miður virðist Meghan þurfa að sneiða hjá uppáhaldsmatnum sínum á meðgöngunni, heilsu barnsins vegna, en hér eru nokkrir réttir sem hún má alls ekki borða næstu mánuði.

Sushi, nei takk!

Sushi

Meghan hélt einu sinni utan um vefsíðuna The Tig og játaði ást sína á sushi á vefsvæðinu. Sagði hún að sushi minnti sig ávallt á æskuslóðirnar í Kaliforníu. Hins vegar er ekki mælt með því að þungaðar konur borði hráan fisk og því þarf Meghan að gera ráðstafanir ef hún vill láta sushi eftir sér. Sem betur fer er til aragrúi af sushi með elduðum fisk eða kjöti sem Meghan getur skipt yfir í þangað til barnið kemur í heiminn.

Áfengi er ekki gott fyrir þungaðar konur.

Vín

Meira um vefsíðuna The Tig, en Meghan lét eitt sinn hafa eftir sér að vefsíðan væri skírð í höfuðið á uppáhaldsvíninu sínu, Tignanello.

„Franskar og vín eru minn löstur,“ sagði hún í samtali við Delish árið 2016 og bætti við að hún væri sérstaklega hrifin af rauðvíni.

Varað er við því að drekka vín á meðgöngu þannig að víst er að drykkjuvenjur Meghan eiga eftir að breytast mikið þar til í vor, og jafnvel lengur, þar sem það er ekki heldur mælt með því að konur með barn á brjósti fái sér áfengi.

Meghan þarf að vanda val á grænum safa.

Grænn safi

Hertogynjan af Sussex elskar græna safa og hefur sagt þá innihalda lækningamátt. Hún gæti þurft að gefa þá upp á bátinn þar sem óléttar konur mega helst ekki drekka ógerilsneydda safa, sem finnast víða erlendis. En ætli konunglega eldhúsið finni ekki lausn á þessu vandamáli?

Ostur er ekki það sama og ostur.

Ostur

Meghan heimsótti búðina Cheese Boutique oft þegar hún var við tökur á sjónvarpsþáttunum Suits í Toronto í Kanada. Því miður eru nokkrar ostategundir á bannlista þegar kemur að óléttum konum, til dæmis Brie og Camembert, þannig að hún þarf aðeins að endurskoða hvaða osta hún velur sér fram á vormánuði.

Meghan gerir vel við sig með pasta.

Pasta og korn

Frægt er orðið að Meghan hefur oft tekið kolvetni algjörlega úr mataræði sínu en þegar hún vill gera sér glaðan dag fær hún sér skál af pasta. Á meðgöngunni gæti hún þurft að slaka á lágkolvetna reglunni sinni þar sem mælt er með því að þungaðar konur borði heilhveitikorn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa