fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Viltu verða vegan? Hér eru 7 ráð til að láta það gerast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 20:00

Sumir verða vegan af siðferðislegum ástæðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri og fleiri ákveða að borða vegan út frá siðferðislegum, heilsufarslegum eða umhverfislegum sjónarmiðum. Þeir sem borða vegan neyta hvorki kjöts né dýraafurða og getur það vaxið einhverjum í augu að breyta mataræði sínu á svo dramatískan hátt. Hér eru hins vegar sjö ráð sem geta auðveldað þér að verða vegan.

Byrjaðu hægt

Ekki henda þér út í nýjan heim af matvælum án þess að undirbúa þig. Þér á eflaust eftir að finnast það erfitt að skipta yfir í vegan mataræði þannig að taktu bara eitt skref í einu. Byrjaðu til dæmis á því að taka út mjólkurafurðir úr mataræði sínu, síðan kjöt og því næst egg. Eða borðaðu bara vegan tvo daga vikunnar í mánuð áður en þú skiptir alveg yfir í vegan mataræði.

Byrjaðu til dæmis að taka út mjólkurvörur.

Ekki vera hrædd/ur við að fara út að borða

Flestir veitingastaðir bjóða upp á vegan valkost í mat og því er ekkert því til fyrirstöðu að fara út að borða í góðra vina hópi. Ef þú ert ekki viss hvar vegan mat er að finna er smáforritið The Happy Cow algjör snilld í leitinni.

Búðu þig undir skrýtin viðbrögð

Búðu þig undir að kjötætur spyrji þig skrýtinna spurninga eins og: „Þú mátt samt enn þá borða fisk?“ eða hendi fram fullyrðingum eins og: „Mér finnst vegan fólk svo yfirlætisfullt. Ég borða bara dýr sem er slátrað á mannúðlegan hátt.“ Ekki láta þetta á þig fá en reyndu að leiða fólkið sem finnst veganismi óþægilegur hjá þér.

Settu þig í samband við aðra grænkera

Á Facebook er að finna hóp sem heitir Vegan Ísland þar sem er fullt af grænkerum sem eru til í að miðla reynslu sinni. Þetta er frábært stuðningsnet ef þú leitar svara við vegan tengdum spurningum.

Lærðu að lesa á mat

Framleiðendur þurfa að taka fram ef matvæli innihalda til dæmis mjólk eða egg, þar sem þau matvæli eru ofnæmisvaldandi. Ef að sagt er á innihaldslýsingu að matvæli gæti hugsanlega innihaldið mjólk þá þýðir það einfaldlega að maturinn var framleiddur á stað þar sem mjólk er einnig notuð í framleiðslu. Sá matur getur þá alveg verið vegan. Þannig að lestu innihaldslýsingar og ekki hika við að varpa fram spurningum í fyrrnefndum Facebook-hópi ef þú ert óviss með eitthvað.

Mikilvægt er að lesa innihaldslýsingar.

Blekktu hugann

Það er hægt að kaupa vegan útgáfur af næstum því öllu, allt frá hamborgurum til djúpsteikts kjúklings. Prófaðu svoleiðis vörur til að blekkja hugann þegar hann biður um kjöt eða dýraafurðir. Það gæti einfaldað lífið töluvert og gert ferlið að skipta yfir í veganisma einfaldara.

Einbeittu þér að ástæðunum á bak við ákvörðunina þína

Þegar þér fallast hendur er gott að minna sig á af hverju þú ákvaðst að verða grænkeri, sama hverjar ástæðurnar eru. Það borgar sig að hafa í huga að það er góð ástæða fyrir því að þú skiptir yfir í veganisma og gerir þig öruggari í eigin vegan lífsstíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa