fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Nýtt Hello Kitty-kaffihús er draumi líkast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 08:15

Æðislegar innréttingar.

Sérstakt Hello Kitty-kaffihús opnaði í Irvine í Kaliforníu þann 14. september síðastliðinn og hefur nú þegar vakið athygli heimsins. Er þetta fyrsta kaffihúsið sem er tileinkað teiknimyndapersónunni Hello Kitty í Bandaríkjunum.

Á kaffihúsinu er sætapláss fyrir allt að tólf manns og er til dæmis hægt að gæða sér á sérbökuðum, litlum kleinuhringjum eða litlum kökum sem líta út eins og Sanrio-karakterar, en Sanrio er fyrirtækið á bak við Hello Kitty.

Æðislegar kökur.

Auðvitað er gjafaverslun í kaffihúsinu og til dæmis hægt að kaupa sér Hello Kitty-krús eða fallega spöng með slaufu í anda kisunnar frægu.

Gjafavörur í anda Hello Kitty.

Svo eru það hvítu veggirnir á kaffihúsinu sem eru skreyttir einstökum Hello Kitty-listaverkum sem voru sérstaklega búin til fyrir kaffihúsið. Talandi um fullkominn vettvang fyrir Instagram-myndaflóð.

Listaverkin eru skemmtileg.

Á kaffihúsinu er líka sérstakt slaufuherbergi, en til að komast þar inn þarf að bóka borð. Síðdegis er boðið upp á testund í slaufuherberginu sem kostar um 6000 krónur á mann. Þá er boðið upp á alls kyns ávexti, samlokur og sætindi. Einnig er boðið upp á gríðarlegt úrval af tei.

Veitingarnar eru ekki af verri endanum.

Að kvöldi til breytist slaufuherbergið í kokteilbar fyrir 21 árs og eldri og einnig þarf að bóka borð í þá gleðistund. Að sjálfsögðu eru kokteilarnir í anda Hello Kitty og einn af þeim er meira að segja borinn fram með Hello Kitty-ísmola.

Hello Kitty-kokteilar.

Þeir sem eiga leið um Irvine í Kaliforníu geta bókað borð á Hello Kitty-kaffihúsinu hér.

Hafið nóg batterí á símanum til að festa herlegheitin á mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati
Matur
Fyrir 3 dögum

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt
Matur
Fyrir 3 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum
Matur
Fyrir 4 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“