Matur

Nýtt Hello Kitty-kaffihús er draumi líkast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 08:15

Æðislegar innréttingar.

Sérstakt Hello Kitty-kaffihús opnaði í Irvine í Kaliforníu þann 14. september síðastliðinn og hefur nú þegar vakið athygli heimsins. Er þetta fyrsta kaffihúsið sem er tileinkað teiknimyndapersónunni Hello Kitty í Bandaríkjunum.

Á kaffihúsinu er sætapláss fyrir allt að tólf manns og er til dæmis hægt að gæða sér á sérbökuðum, litlum kleinuhringjum eða litlum kökum sem líta út eins og Sanrio-karakterar, en Sanrio er fyrirtækið á bak við Hello Kitty.

Æðislegar kökur.

Auðvitað er gjafaverslun í kaffihúsinu og til dæmis hægt að kaupa sér Hello Kitty-krús eða fallega spöng með slaufu í anda kisunnar frægu.

Gjafavörur í anda Hello Kitty.

Svo eru það hvítu veggirnir á kaffihúsinu sem eru skreyttir einstökum Hello Kitty-listaverkum sem voru sérstaklega búin til fyrir kaffihúsið. Talandi um fullkominn vettvang fyrir Instagram-myndaflóð.

Listaverkin eru skemmtileg.

Á kaffihúsinu er líka sérstakt slaufuherbergi, en til að komast þar inn þarf að bóka borð. Síðdegis er boðið upp á testund í slaufuherberginu sem kostar um 6000 krónur á mann. Þá er boðið upp á alls kyns ávexti, samlokur og sætindi. Einnig er boðið upp á gríðarlegt úrval af tei.

Veitingarnar eru ekki af verri endanum.

Að kvöldi til breytist slaufuherbergið í kokteilbar fyrir 21 árs og eldri og einnig þarf að bóka borð í þá gleðistund. Að sjálfsögðu eru kokteilarnir í anda Hello Kitty og einn af þeim er meira að segja borinn fram með Hello Kitty-ísmola.

Hello Kitty-kokteilar.

Þeir sem eiga leið um Irvine í Kaliforníu geta bókað borð á Hello Kitty-kaffihúsinu hér.

Hafið nóg batterí á símanum til að festa herlegheitin á mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Sögufrægir, íslenskir pítsastaðir: Berbrjósta konur og röð gjaldþrota – „Þessi staður var okkur allt“

Sögufrægir, íslenskir pítsastaðir: Berbrjósta konur og röð gjaldþrota – „Þessi staður var okkur allt“
Matur
Í gær

Borðaði ekkert nema McDonald‘s í mánuð og léttist: „Margir sögðu við mig að ég væri þreytulegur“

Borðaði ekkert nema McDonald‘s í mánuð og léttist: „Margir sögðu við mig að ég væri þreytulegur“
Matur
Í gær

Vissirðu að þetta væri stærsta veitingafyrirtæki landsins?

Vissirðu að þetta væri stærsta veitingafyrirtæki landsins?
Matur
Í gær

Hann pantaði froskaköku fyrir þriggja ára afmæli – Þetta er það sem hann fékk

Hann pantaði froskaköku fyrir þriggja ára afmæli – Þetta er það sem hann fékk
Matur
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey setur nýja bók á ís: „Plönin breyttust þó skyndilega í haust þegar við misstum fóstrið okkar“

Eva Laufey setur nýja bók á ís: „Plönin breyttust þó skyndilega í haust þegar við misstum fóstrið okkar“
Matur
Fyrir 2 dögum

Drottningin fann dauðan snigil í salatinu: Sjáðu skilaboðin sem hún skrifaði til kokksins

Drottningin fann dauðan snigil í salatinu: Sjáðu skilaboðin sem hún skrifaði til kokksins
Matur
Fyrir 3 dögum

Ef þú geymir þessi matvæli í ísskáp ertu að gera stór mistök

Ef þú geymir þessi matvæli í ísskáp ertu að gera stór mistök
Matur
Fyrir 3 dögum

Crème Brûlée-ostakaka: Eftirréttir gerast ekki mikið dásamlegri

Crème Brûlée-ostakaka: Eftirréttir gerast ekki mikið dásamlegri