fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Neitar að fara í megrun: „Ég hata matardólga“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 15. október 2018 22:00

Megalyn er vinsæl leikkona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Night School-leikkonan Megalyn Echikunwoke opnar sig upp á gátt í stuttu viðtali við matartímaritið Bon Appétit, en hún er hvað þekktust fyrir leik í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami og The 4400. Hún segist reyna að hlusta á líkamann til að lifa heilbrigðu lífi.

„Ég held að vellíðan komi af því að hlusta á líkamann, að skilja hvernig þú átt að halda þér heilbrigðum og að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða þegar maður getur til að styðja líkamann. Ég held að það að vinna við það sem þú elskar sé form af vellíðan,“ segir leikkonan, en hún heldur sér í líkamlegu formi með því að dansa.

„Ég held að ég eigi örugglega eftir að æfa ballett þangað til ég verð áttræð. Eða, ég vona það allavega.“

Engin megrun, takk

Þá segist hún harðneita að fara í megrun.

„Ég hata matardólga og ég hata að þurfa stanslaust að finna nafn á mataræðið mitt. Ég er ekki ein týpa af mathák – ég borða bara það sem lætur mér líða vel. Ég reyni að halda blóðsykrinum í lagi, en sem betur fer hef ég enga löngun í sætindi og mér er sama þó ég fái engan eftirrétt,“ segir hún, en veikleiki hennar er eitthvað sem margir geta ekki byrjað daginn án.

„Kaffi. Ég þarf klárlega mikið af kaffi yfir daginn. Ég læt líka áfengan drykk eftir mér stundum.“

Megalyn segist þrífast á áskorunum og að sér líði best þegar henni líði óþægilega.

„Mér finnst gaman að finna út úr hlutunum og mér finnst gott að vera týnd í borg. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég elska að ferðast,“ segir hún og gefur ungu fólki góð ráð áður en hún kveður blaðamann.

„Verið forvitin. Og fyrst og fremst, verið miskunnsöm og reynið að hafa meðaumkun með ykkur og öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa