fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Hendirðu alltaf umbúðum utan af smjöri? Þá ertu að gera stór mistök

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 14. október 2018 16:00

Smjörið er þarfaþing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smjör spilar veigamikið hlutverk í matargerð og margir sem passa sig á að eiga alltaf smjörstykki inni í ísskáp, nú eða á eldhúsborðinu, enda í góðu lagi að sleppa því að kæla smjörið.

Sjá einnig: Sannleikurinn um smjör.

Smjöri, hvort sem það er stórt eða smátt, er pakkað inn í eins konar álpappírsumbúðir og oftar en ekki lenda þær í ruslinu þegar smjörstykkið er búið. Það flokkast hins vegar sem matarsóun.

Sjáiði til, þegar smjörstykkið er búið eru enn leifar af smjöri fastar við umbúðirnar. Ef að smjörið er við stofuhita geta þessar leifar verið talsverðar því mjúka smjörið festist frekar við téðar umbúðir. Umbúðirnar geta því nýst í matargerð þó smjörið sé búið. Til dæmis er hægt að nota pappírinn til að smyrja ýmiss konar kökuform. Þá geta smjörleifarnar einnig dugað til að smyrja pönnu þegar á að steikja eitthvað í kvöldmatinn. Einnig er þjóðráð að setja umbúðirnar á milli til dæmis hrárra hamborgara áður en þeir eru frystir.

Þannig að, við mælum með að þið geymið umbúðir utan af smjöri í litlum ílátum eða fjölnota plastpokum inni í frysti. Þessar umbúðir gætu nefnilega sparað ykkur nokkrar krónur í heimilishaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa