fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
Matur

Hann opnaði djúsfernu fyrir börnin og trúði ekki eigin augum – varar nú aðra foreldra við

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 11. október 2018 10:00

Frekar óþægileg lífsreynsla.

„Í kvöld eftir matinn bað elsta barnið um djús (Capri Sun) sem verðlaun fyrir að borða vel. Ég náði í djús úr ísskápnum og tók eftir svolitlu skrýtnu við hann,“ skrifar fjölskyldufaðir á Facebook-síðu sína, færslu sem hefur verið deilt næstum því hundrað þúsund sinnum þegar þetta er skrifað.

Cameron Hardwich frá Columbus í Indiana í Bandaríkjunum tók nefnilega eftir einhverju einkennilegu við djúsinn, hristi hann aðeins og hellti honum í glas. Þá sá hann skrýtna klessu fljótandi ofan á djúsnum. Kom í ljós að um myglu var að ræða sem hafði blómstrað í Capri Sun-djúsnum með jarðarberja- og kiwibragði.

Cameron birtir myndir og myndband af þessu á Facebook-síðu sinni til að vara aðra foreldra við, en á myndunum sést að safinn er ekki útrunninn. Cameron er gróflega misboðið yfir þessu.

„Að segja að við höfum orðið reið er vægt til orða tekið. Við gefum börnunum okkar þetta ekki oft en við munum ALDREI gera það aftur!“

Fyrirtækið Kraft Heinz á vörumerkið Capri Sun og segir talsmaður þess, Lynne Galia, í samtali við miðilinn Today að það sé afar sjaldgæft að mygla vaxi inni í djúsfernunum.

„Við skiljum að þetta er óþægilegt en myglan verður til náttúrulega, alveg eins og ef epli væri skilið eftir á eldhúsborði of lengi og mygla myndi vaxa á því,“ segir Lynne.

Myglaður Capri Sun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Matur
Fyrir 4 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“
Matur
Fyrir 4 dögum

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit
Lífsstíll
Fyrir 5 dögum

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ

Ískalt „leyndarmál“ vestur í bæ
Matur
Fyrir 5 dögum

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað

Háskólakennari gerir atlögu að frönskum kartöflum og fólk er brjálað
Matur
Fyrir 6 dögum

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur

Matseðill vikunnar: Fimm einfaldir réttir – Lax, Risotto og Teriyaki kjúklingur
Matur
Fyrir 6 dögum

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“