fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Matur

Svona töfrar Össur eiginkonuna upp úr skónum – Hin fullkomna uppskrift að ást

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 12:00

Össur veit leiðina að hjarta eiginkonunnar.

„Gastrónómískt spretthlaup.“ Það er titill nýrrar og ljóðrænnar færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, á Facebook. Í færslunni lýsir hann því hvernig hann heillaði eiginkonu sína, Árnýju Eru Sveinbjörnsdóttur, upp úr skónum með eldamennsku. Og hver er leiðin að hjarta Árnýjar? Jú, lambahjörtu.
„Í kvöld kom ég heim kl. 21:40. Eftir nákv. 20 mínútna spretthlaup í eldhúsinu töfraði ég dr. Árnýju upp úr skónum með því að skella fyrir hana heitum rétti „from scratch“ úr 2 ferskum lambahjörtum,“ skrifar Össur og bætir við að það sé hægara sagt en gert að heilla Árnýju með matseld.

„Hún er fyrrverandi ballerína, aldrei svöng, með matarlyst á við flugu, og þarf satt að segja töluvert til að heilla þá konu með gastrónómíu. Rétturinn var stef við fersk lambahjörtu. Það var upphaflega kompónerað af 17 ára háseta á Guðrúnu Guðlaugs ÍS sem lét plata sig til að elda ofan í tólf manns þegar kokkurinn datt í það á miðju sumri og týndist.“

Í skýjunum með spretthlaupið

Til að breiða út boðskapinn svo fleiri heimili geti notið þessara töfra lætur Össur uppskrift af hjörtunum fylgja með.

„Tvö fersk lambahjörtu eru skorin langsum í mjóar ræmur. Þær eru saxaðar þversum í smábita á breidd við hálfa þumalnögl. Bitunum skellt á pönnu með ólífuolíu við hæsta hita. Á sjónum notaði ég smjör. Fimm-sex lauf af hvítlauk eru söxuð í tætlur. Brösuð með bitunum. Klukkan er sett á korter. Eftir 4-5 mínútna snarkandi bras er stillt á lægsta hita. Sjávarsalti og pipar er bætt á pönnuna. Tveimur matskeiðum af rauðvíni hellt yfir. Tveimur fjórðungum úr teskeið af lambakryddi stráð í pönnuna. Ca. 3 mínútum fyrir lokun er bætt við 5-6 kúfuðum matskeiðum af baunum, t.d. nýrna-, svart- eða kjúklingabaunum. Ég nota aldrei annað en útvatnaðar, soðnar baunir, helst lífrænar. Þær á ég yfirleitt í mínum ísskáp en dósabaunir drepa engan. Pólskt rauðkáli er nauðsynlegt meðlæti. Rabarbarasulta er æskileg en nú orðið illa séð af meirihlutanum sem ræður á Vestó,“ segir Össur og bætir við:

„Í mikilli tímanauð hefur mér tekist að gera þennan rétt á tólf mínútum en þá lá við að lömbin jörmuðu. Fyrir hjónabandið skiptir þó mestu að dr. Árný er í skýjunum yfir þessu gastrónómíska spretthlaupi gamals matsveins á Vestó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Í gær

Kristbjörg kennir fólki að elda pasta: Það sem gerist næst er stórkostlegt – „Fólk hlær mikið“

Kristbjörg kennir fólki að elda pasta: Það sem gerist næst er stórkostlegt – „Fólk hlær mikið“
Matur
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að við grátum við laukskurð

Þetta er ástæðan fyrir því að við grátum við laukskurð
Matur
Fyrir 5 dögum

Hugljómun í Borgartúninu – Maria hitti konu í neyslu: Býður nú fíklum og heimilislausum í mat

Hugljómun í Borgartúninu – Maria hitti konu í neyslu: Býður nú fíklum og heimilislausum í mat
Matur
Fyrir 6 dögum

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki
Matur
Fyrir 6 dögum

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur
Matur
Fyrir 6 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“
Matur
Fyrir 6 dögum

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit

Tæplega sex metra há brúðkaupsterta: Einkakokkar sóttir til Dúbaí og Kúveit