fbpx
Matur

Hollywood-stjarna reynir að gera franskar pönnukökur: „Hún lítur út eins og krabbi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 20:30

Ellie er ekki sú sleipasta í eldhúsinu.

Leikkonan Ellie Kemper heimsótti eldhús tímaritsins Bon Appétit fyrir stuttu og fékk kennslu frá kokkinum Cörlu Music um hvernig á að búa til franskar pönnukökur með appelsínusósu.

Ellie er hvað þekktust fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttaröðinni Unbreakable Kimmy Schmidt og fyrir túlkun sína á móttökudömunni Erin Hannon í bandarísku útgáfunni af The Office. Hún er lunkin gamanleikkona, en eins og sést í meðfylgjandi myndbandi er hún ekki sú besta í eldhúsinu.

Hún gefur sjálfri sér 2 í einkunn í eldhúsfærni og hefur greinilega mikinn húmor fyrir sér sjálfri. Þetta myndband er samt ekki aðeins fyrir þá sem vilja hlæja, heldur er það einnig prýðisgóð sýnikennsla í pönnukökugerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum
Matur
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?

Mörg þúsund kaloríur á teini: Gætir þú torgað þessu?
Matur
Fyrir 3 dögum

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur
Matur
Fyrir 3 dögum

„Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar“

„Ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég fæ vondan hamborgara eða vondar franskar“
Matur
Fyrir 3 dögum

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið

Svona verður ólífuolía til: Meiri vinna en þið haldið
Matur
Fyrir 4 dögum

Fimm rotvarnarefni sem lengja líftíma matvæla en stytta líf manna

Fimm rotvarnarefni sem lengja líftíma matvæla en stytta líf manna
Matur
Fyrir 4 dögum

Viltu slá í gegn í vinnunni? Bakaðu þá þessar smákökur

Viltu slá í gegn í vinnunni? Bakaðu þá þessar smákökur