Innihald:
Kryddblanda:
1 teskeið hvítlauksduft
1 teskeið paprikuduft
½ teskeið cayenne pipar
1 matskeið hveiti
½ teskeið salt og svartur pipar
Kjúklingur:
4 kjúklingalundir (eða bringur skornar í tvennt)
8 beikon sneiðar
2 matskeiðar púðursykur
1 teskeið olífuolía
Leiðbeiningar:
1. Blandaðu hráefnum fyrir kryddblönduna saman í skál.
2. Veltu kjúklingnum upp úr kryddblöndunni.
3. Vefðu beikoni utan um kjúklinginn.
4. Veltu upp úr púðursykri.
5. Penslaðu með olífuolíu.
6. Settu í ofn á 200C í 25 mínútur.
7. Penslaðu með vökvanum sem lekur af, gerir kjúklinginn extra djúsí!