fbpx
Lífsstíll

Dyrfjallahlaup: Heillandi utanvegahlaup í náttúrufegurð Borgarfjarðar eystri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. júlí 2018 15:54

Dyrfjallahlaup er utanvegahlaup um Dyrfjöll og Stórurð með endamark á Borgarfirði Eystri. Fer það fram laugardaginn 21. júlí og hefst kl. 11. Ungmennafélag Borgarfjarðar heldur hlaupið.

Hlaupið var fyrst haldið í fyrra, á 100 ára afmæli UMFB og tókst vel til og var því ákveðið að halda það aftur. Einn fremsti utanvegahlaupari Bretlands, Ricky Lightfoot, hefur m.a. tilkynnt komu sína og ætlar að reyna við borgfirsku brekkurnar, en hlaupið inniheldur 1000 m hækkun og 1000 m lækkun.

Afar mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem er hlaupurum mikil upplifun. Hlaupið er 23 km langt og hefst við Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er til að byrja með hlaupið upp eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla, áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla, ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Síðustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar.

Drykkjarstöðvar eru á þremur stöðum á leiðinni, eftir 6 km, 12 km og 18 km, þar sem boðið er upp á vatn og orkudrykki.

Allir þátttakendur frá þátttökupening er þeir koma í mark og verðlaun verða veit fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki.

 

Nánari upplýsingar eru á hlaup.is og ingafanney.com/dyrfjallahlaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Banaslys við Kirkjufell
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg

Loftstokkahreinsunin K2: Hreinsun loftræstikerfa í fjölbýlishúsum mikilvæg
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Íslendingar flykktust á The Nun um helgina: Langstærsta opnunin

Íslendingar flykktust á The Nun um helgina: Langstærsta opnunin
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum

SugarBearHair: Vítamín-bangsarnir sem elska hárið þitt og eru í uppáhaldi hjá stjörnunum
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“

Ban Kúnn er gífurlega vinsæll: „Íslendingar eru sólgnir í góðan taílenskan mat“
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum

Nýju Nokia-símarnir slá í gegn: Ódýrir, níðsterkir og með hraðari uppfærslum
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel i sumarbústaðinn og inn á hvert heimili

Skemmtilegu, klassísku tómstundaborðin sem henta vel i sumarbústaðinn og inn á hvert heimili
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp

Grillvagninn í fermingarveisluna

Grillað á staðnum og enginn þarf að vaska upp
Lífsstíll
Fyrir 2 vikum

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita
Lífsstíll
Fyrir 3 vikum

MYNDBAND: Hvað breytist við nýju persónuverndarlögin?

MYNDBAND: Hvað breytist við nýju persónuverndarlögin?