fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Kynning

Dyrfjallahlaup: Heillandi utanvegahlaup í náttúrufegurð Borgarfjarðar eystri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. júlí 2018 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyrfjallahlaup er utanvegahlaup um Dyrfjöll og Stórurð með endamark á Borgarfirði Eystri. Fer það fram laugardaginn 21. júlí og hefst kl. 11. Ungmennafélag Borgarfjarðar heldur hlaupið.

Hlaupið var fyrst haldið í fyrra, á 100 ára afmæli UMFB og tókst vel til og var því ákveðið að halda það aftur. Einn fremsti utanvegahlaupari Bretlands, Ricky Lightfoot, hefur m.a. tilkynnt komu sína og ætlar að reyna við borgfirsku brekkurnar, en hlaupið inniheldur 1000 m hækkun og 1000 m lækkun.

Afar mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem er hlaupurum mikil upplifun. Hlaupið er 23 km langt og hefst við Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er til að byrja með hlaupið upp eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla, áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla, ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Síðustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar.

Drykkjarstöðvar eru á þremur stöðum á leiðinni, eftir 6 km, 12 km og 18 km, þar sem boðið er upp á vatn og orkudrykki.

Allir þátttakendur frá þátttökupening er þeir koma í mark og verðlaun verða veit fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki.

 

Nánari upplýsingar eru á hlaup.is og ingafanney.com/dyrfjallahlaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum