fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Snooker & Pool: Gott verð, fínar veitingar og opið fram á nótt

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. desember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snooker & Poolstofan er rótgróið fyrirtæki og hefur verið í Lágmúla 5, Reykjavík síðan 1998.

Á staðnum eru 18 poolborð og 4 snókerborð í mjög miklum gæðum sem eru bæði fyrir einstaklinga og hópa sem sækja staðinn.

Hægt er að segja að Snooker & Poolstofan sé í lit þar sem appelsínuliturinn er svolítið ráðandi í pool-salnum og hefur það reynst mjög vel. „Starfsfólk mitt og ég reynum að hafa staðinn þannig að fólk geti komið og slappað af eftir erfiða daga eða bara til að skemmta sér og öðrum,“ segir Brynjar Valdimarsson, eigandi staðarins, og heldur áfram:

„Frábær aðstaða er til að horfa á fótbolta og aðrar íþróttir þar sem við erum með 10 stóra skjávarpa, tvo 75 tommu flatskjái og 8 aðra flatskjái til að sjá um að allir geti fylgst með. Reglulega erum við með sérstakt Bolta-tilboð þar sem við bjóðum upp á enn meiri afslátt.

Einnig er gríðarlega gott hljóðkerfi hjá okkur og við getum haft það á nokkrum mismunandi leikjum í einu. Við fáum marga fyrirtækjahópa og stór hluti af þeim hefur komið árlega til okkar í mörg ár, enda er þetta ansi ódýr skemmtun fyrir hópa. Hóparnir koma til að spila pool eða snooker, eða til að horfa saman á íþróttaviðburði.“

Öllum er velkomið að senda tölvupóst á pool@pool.is til að fá tilboð fyrir hópinn sinn.

Einnig er hægt að senda tölvupóst fyrir hópa til að fá tilboð í bjór og mat á meðan á íþróttaviðburðir standa yfir.

 

„Það er mikið um að hópar komi til okkar enda er snooker eða pool frábær skemmtun fyrir hópa, vegna þess að þú þarft ekki að kunna neitt til að skemmta þér vel.“

„Við erum með Klúbb og félagsgjald í hann er 500 kr. fyrir árið, kortið veitir bæði afslátt af tímagjaldi og veitingum. Við reynum að vera eins ódýrir og hægt er, til dæmis kostar stór bjór 990 kr. í Klúbbnum og hamborgari með frönskum og kokteilsósu aðeins 1.490.kr.“ segir Brynjar enn fremur.

„Við erum með einstaklega góða hamborgara og seljum mikið af þeim, einnig bragðgóðar pítsur frá Italiano Pizzeria, þegar við erum með hópa þá getum við pantað frá þeim fyrir hópinn.

Við höfum verið í rekstri í yfir 20 ár og höfum við haft það að leiðarljósi allan þann tíma að sinna okkar viðskiptavinum eins vel og við mögulega getum.

Snooker & Poolstofan er þekkt fyrir einstaklega góða þjónustu og frábæra skemmtun eða eins og viðskiptavinir okkar segja: „Mér líður bara hvergi betur ?“

„Sjáumst hress og glöð út þetta ár sem og á nýju ári,“ segir Brynjar Valdimarsson að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum