fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Íslenski dansflokkurinn: Persónulegar sögur í gegnum dans og söng

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 09:00

© Jónatan Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hvað syngjum við er nýtt og glæsilegt dansverk eftir belgíska danshöfundinn Pieter Ampe. Verkið höfðar til afar breiðs áhorfendahóps, spannar allan tilfinningaskalann og er sérlega hjartnæmt. „Fólk hlær og grætur og það kemur algerlega upphrifið út af sýningunni. Dansverkið er einnig mjög uppvekjandi og fólk er mikið að pæla í verkinu eftirá,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins.

© Jónatan Grétarsson.

Í dag er það orðið næstum hefð að danshöfundar vinni dansverk í samstarfi við dansara sína og fái innblástur frá þeim. Dansverkið Um hvað syngjum við vann Pieter afar náið með dönsurunum og krufu þau saman ýmis persónuleg mál í æfingarferlinu. Í verkinu segja dansararnir sögur af sjálfum sér í gegnum dans, söng og talað mál, hver á sinn hátt.

© Jónatan Grétarsson


Fjölbreyttur dansflokkur og fjölbreyttar sögur

„Það sem er svo skemmtilegt við þessar sögur er hvað þær eru ótrúlega ólíkar. Dansararnir koma enda hvaðanæva að úr heiminum. Sex af átta dönsurum verksins eru nýir hjá Íslenska dansflokknum og koma úr áheyrnarprufum sem við héldum síðasta sumar. Það voru 400 umsækjendur og af þeim buðum við 50 manns í prufur í París og 50 hér heima. Sex dansarar voru ráðnir og þrír af þessum sex nýju dönsurum eru að þreyta frumraun sína á sviði með Íslenska dansflokknum. Einn af dönsurunum í þessu verki kemur frá Japan, annar frá Mexíkó og enn annar frá Sviss.

Stikla fyrir Um hvað syngjum við

Lagið úr stiklunni er úr sýningunni sjálfri og er samið af Jakob Ampe, sem er bróðir Pieter Ampe, og Unu Björg Bjarnadóttur, dansara Íslenska dansflokksins.

© Jónatan Grétarsson

Spannar allt litrófið

Samtímadans er ótrúlega vítt og skemmtilegt form þar sem allt getur gerst. Sum dansverk líkjast meira gjörningum á meðan önnur verk eru rythmískari og ganga meira út á taktinn. Dansverkið Um hvað syngjum við má segja að spanni allt hið breiða litróf sem má upplifa í samtímadansi í dag og fleira.

© Jónatan Grétarsson


Sammannlegar sögur

Dansararnir segja hver sína sögu og styðja jafnframt við allar sögurnar með dansi, söngi eða tali. Dansararnir segja sögur sem tengjast okkur öllum á einhvern hátt. Þetta eru sammannleg málefni þar sem fjallað er um fjölskylduna, metnaðinn, ástina og mikilvægi þess að vera trúr sjálfum sér.

© Jónatan Grétarsson

„Einn dansarinn segir til dæmis sögu sína á meðan hinir dansararnir lyfta henni upp og láta hana svífa um sviðið á milli sín. Annar dansarinn segir sögu sína á spænsku og dansar með. Það er ótrúleg tilfinning að skilja ekki orðin en finna jafnframt fyrir sögunni í gegnum hreyfingar dansarans. Það sýnir bara að það þarf alls ekki að skilja allt til þess að geta fundið fyrir því. Tilfinningarnar eru oft sterkari en rökhyggjan.“

© Jónatan Grétarsson

Dansarar verksins Um hvað syngjum við eru þau: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Charmene Pang, Tilly Sordat, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir.

© Jónatan Grétarsson

Það er ekki seinna vænna að næla sér í miða á þessa frábæru danssýningu því það eru einungis tvær sýningar eftir. Næsta sýning er sunnudaginn 24. febrúar og síðasta sýningin er fimmtudaginn 28. febrúar. Um hvað syngjum við er sýnt á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu við Listabraut 3, 103 Reykjavík.

Miðasala er í síma: 568-8000

 

 

 

© Jónatan Grétarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum