fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Reykjavík Meat: Geggjaðar steikur á frábæru verði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðinn Reykjavík Meat opnaði Stefán Magnússon með þeim Almari Yngva Garðarssyni, Hönnu Kristínu Eyjólfsdóttur og Guðmundi Víði Víðissyni fyrir fjórum mánuðum síðan og hefur aðsókn sprengt allar væntingar fjórmenninganna. „Við erum himinlifandi yfir því hvað okkur hefur verið vel tekið og viljum sérstaklega þakka gestum okkar viðtökurnar,“ segir Almar.

Reykjavík Meat
Að sjálfsögðu erum við með kokteilsnilling á staðnum.

Nautakjöt með gæðastimpil

„Nú gefst Íslendingum loksins tækifæri til að fara mjög fínt út að borða dýrindis steikur á viðráðanlegu verði. Við reynum að vera eins ódýrir og mögulegt er án þess að það hafi áhrif á gæðin og kjötið hjá okkur er alltaf upp á tíu! Nautakjöt er t.a.m. áberandi á matseðlinum og kemur það víðs vegar að. Við erum einn fyrsti staðurinn hér á landi til að bjóða upp á hið verðlaunaða sashi-nautakjöt sem hefur mikinn gæðastimpil. Okkur fannst vanta steikarstað í fínni kantinum í Reykjavík og ólíkt mörgum steikhúsum, bjóðum við líka upp á aðra rétti en kjöt, til dæmis fiskrétti og svo grænmetis- og veganrétti. Auk þess er gott úrval af forréttum og að sjálfsögðu erum við líka með dýrindis lambakjöt á matseðlinum,“ segir Almar.

Reykjavík Meat
Glæsilegur matsalur.

Vínhjarta

Staðurinn er fremur stór og tekur 96 manns í sæti. Vínbúrið er hjarta staðarins og fyrirferðarmikið enda erum við með frábært úrval af góðum og fínum vínum á viðráðanlegu verði. Þjónarnir eru faglærðir og leiðbeina við val á vínum sem passa með hverjum rétti fyrir sig og hverju tilefni fyrir sig.

Reykjavík Meat
Eðalvín.

Reykjavík Meat
Alltaf eitthvað nýtt

„Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og nú í byrjun febrúar förum við í samstarf við Ölgerðina og ætlum að bjóða uppá viskíseðil þar sem við pörum viskí með mat. Einnig verðum við með á Food and Fun hátíðinni fyrstu helgina í mars. Þeir sem hafa áhuga á að bragða lystisemdir gestakokksins okkar er bent á að panta sem allra fyrst,“ segir Almar.

Reykjavík Meat
Girnilegur forréttur.

Gerðu vel við þig á góðu verði

„Við erum með opið á staðnum í hádeginu og byggir hádegismatseðillinn á léttari réttum en kvöldseðillinn. Til dæmis erum við með hamborgara og steikarsamlokur, einnig fisk dagsins og fleira. Einnig bjóðum við upp á hádegistilboð sem gildir út janúar: Þú kaupir steik og færð frían forrétt með. Við erum dugleg að bjóða upp á tilboð hvort sem um er að ræða þriggja rétta máltíðir eða fjögurra rétta. Það er um að gera að fylgjast með okkur á facebook þar sem við deilum fréttum af tilboðum og nýjungum hjá okkur.

Reykjavík Meat
Girnilegur eftirréttur.

Borðapantanir eru í síma 557-7665 og á netfanginu rvkmeat@rvkmeat.is. Sjá nánar á facebooksíðunni RVK Meat og vefsíðunni rvkmeat.is.

Opið er alla virka daga frá 11:30-14 og 17:30 til 23. Eldhúsið lokar kl. 22.

Um helgar er opið frá 17:30 til 01. Eldhúsið lokar kl. 23.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum