fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Dropi frá True Westfjords: Jómfrúarlýsi sem bragð er að

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 12:00

Anna Sigríður Jörundsdóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki að segja okkur Íslendingum hversu hollt lýsi er og stútfullt af vítamínum og omega fitusýrum. Þetta vitum við frá blautu barnsbeini. Hins vegar kemur það mörgum á óvart að framleiðsluhættir á lýsisolíu hafa breyst töluvert frá því forfeður okkar hófu fyrst að nýta þorsklifur. Olían var unnin vegna þeirra ómetanlegu uppsprettu A- og D-vítamíns sem lýsi er en einnig sem olía fyrir lýsislampa.

 

Hugmynd að framleiðslu eftir aldagömlum aðferðum

Stöllurnar Anna Sigríður Jörundsdóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir kynntust í MBA-námi í Háskóla Íslands. Hugmyndina að lýsisframleiðslu tóku þær sem frumkvöðlaverkefni í náminu og eftir að námi lauk fóru þær af stað og kynntu sér framleiðslu á lýsi í heiminum. Lýsi var alla jafna framleitt úr þorsklifur þar sem heilsubætandi olíur lifrarinnar voru einangraðar.

Dropi True Westfjords
Anna Sigríður Jörundsdóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir.

Þannig er það ekki í dag því algengt er að notast við búklýsi úr ýmsum fisktegundum. Eftir það varð ekki aftur snúið og stofnuðu þær fyrirtækið True Westfjords árið 2012, þar sem framleitt er lýsi á upprunalegri máta en venja var. „Við sáum að framleiðslan á lýsi var komin svolítið langt frá því sem tíðkaðist hér áður fyrr og langaði að bjóða upp á vöru þar sem hugmyndin að framleiðslunni var byggð á gömlum aðferðum,“ segja þær.

Náttúrulegt jómfrúarlýsi

True Westfjords er staðsett í Bolungavík og lifrin sem unnið er með kemur úr þorski (Gadus morhua) og er það eingöngu sú lifur sem notuð er við framleiðslu Dropa lýsis. Lifrin er tekin beint af dagróðrabátum Bolvíkinga og hráefnið því eins ferskt og það getur orðið. True Westfjords er meðlimur að IRF (Iceland Responsible Fisheries) og er hráefnið keypt beint af fiskmarkaði og rekjanlegt beint á bát. Þegar lifrin kemur í vinnslu fer hún í kaldskiljun og kaldhreinsun þar sem mesta fitan er skilin frá. Við vinnslu er hráefnið unnið við lágan hita og aldrei upp fyrir 42°C. Við þessa aðferð varðveitist ferskleiki lýsisins auk mikilvægra næringarefna líkt og A- og D-vítamíns og annarra dýrmætra fitusýra. Lýsið verður því eins náttúrulegt og hægt er. Olían er svo hreinsuð af þrávirkum efnum samkvæmt evrópskum reglum. Þar sem olían er kaldpressuð við lágt hitastig telst hún því til jómfrúarolía. „Þess má geta að Dropa lýsi er ekki vítamínbætt, enda stútfullt af vítamínum nú þegar. Þó getur vítamínmagn sveiflast á milli árstíða en þannig er það í náttúrunni með lifrina í þorskinum. Þess vegna er stuðst við meðaltalsmagn vítamína á umbúðum vörunnar. Litur og bragð getur breyst á olíunni milli framleiðslu allt eftir því hvaða æti þorskurinn kemst í,“ segja þær. Gelatínið sem notað er í lýsishylkin er einnig unnið úr fiski og er varan því 100% fiskafurð. Flestir framleiðendur nota gelatín unnið úr nauti eða svíni.

Nældu þér í flösku af hreinni náttúruafurð

„Framleiðsla Dropa ræðst af eftirspurn og sitjum við aldrei á stórum lager enda er þetta ferskvara. Okkar helstu viðskiptavinir eru Bandaríkin og Bretland. Einnig seljum við til Ástralíu, Hong Kong og Hollands ásamt því að selja á heimasíðu okkar, dropi.is.“ Á Íslandi fæst Dropi í, lyfjaverslunum, betri heilsuvörubúðum, einstaka matvöruverslunum og Fríhöfninni.

Dropi True Westfjords
Spennandi nýjungar frá Dropa.

Nýjar tegundir á markað

Nýlega bættust við þrjár spennandi vörutegundir á markað. Þetta er Dropa lýsi með bragðefnum úr lífrænum kjarnaolíum sem er unnið er úr fersku engifer, fenniku og ferskri grænmyntu. Fennil og engifer fást í 220 ml. flöskum. Fennika ber milt eftirbrað af lakkrís og engifer ber milt sítrus eftirbragð. Grænmynta eða spearmint fæst í hylkjum í 60 stk. pakkningum og hugsað fyrir neytendur sem t.d. eru með bakflæði og finnst óþægilegt þegar fiskikeimurinn kemur upp.

 

Hægt er að rekja uppruna hráefnis í Dropa – veist þú hvaðan þitt lýsi kemur?

 

 

Nánari upplýsingar má nálgast á dropi.is

Hafnargata 76b, 415 Bolungarvík

Netpóstur: truewest@truewest.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum