fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Heilsulína, gelmottur og betri tengsl við viðskiptavini

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Ísgel ehf., var stofnað þann 5. júlí 1999 og núverandi eigendur keyptu það í mars árið 2008. Þeir eru Gunnar K. Ólafsson, Kristín I. Lárusdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Katrín Benedikstdóttir. Aðalframleiðslan er gelmottur sem notaðar eru til að viðhalda kælingu á ferskum matvælum og þá aðallega fiski sem fluttur er út ferskur með flugi.

Gelmotturnar hjá Ísgel eru framleiddar í nokkrum stærðum á lager og einnig hafa verið framleiddar stærðir til þess að sinna sérstökum þörfum viðskiptavina. Síðustu ár hefur orðið stigvaxandi aukning á sölu á kælimottum hjá fyrirtækinu samfara auknum útflutningi á ferskum sjávarafurðum.

Einnig framleiðir Ísgel vörur sem tilheyra svokallaðri heilsulínu en það eru pokar sem hægt er að nota bæði kalda og heita og eru notaðir við meðhöndlun á margs konar eymslum, til dæmnis vöðvabólgu, íþróttameiðslum og mörgu fleiru, heilsulínan er seld í apótekum um land allt.

Zophanías Ari, einn af eigendunum, segir síðan þá hugmynd hafa kviknað að fara að keyra vörur til viðskiptavina og efla tengsl við þá. „Eftir að við fórum að keyra flutningabílinn á milli var mikil eftispurn eftir öðrum flutningi, þá bættum við við okkur flutningabíl sem varð svo til þess að við settum á laggirnar annað félag sem heldur utan um flutningastarfsemina ásamt vélaleigu með minigröfu og skotbómulyfturum,“ segir Zóphanías, sem tekur fram að vel hafi verið tekið í þjónustuna og að viðskipti hafi alltaf verið að aukast.

„Við erum að fara svona 3–4 sinnum í viku á milli Blönduóss og Reykjavíkur, að meðaltali,“ bætir hann við. „Sú ímynd sem fyrirtækið vill halda á lofti er góð íslensk vara sem stenst kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og verð. Fyrirtækið kappkostar því að þjónusta viðskiptavini sína eftir þörfum og óskum hvers og eins, eins og kostur er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum