fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Kynning

Útivistarmerkið Fjällräven hugsar út í hvert einasta skref

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjällräven setur náttúruna alltaf í fyrsta sæti. Þaðan komum við og þangað ætlum við að fara. Við sigrum ekki fjöllin eða veðrið og temjum ekki árnar. Við förum okkur hægt og stígum ávallt varlega til jarðar.“

 fjällräven

Náttúrunni allt

Útivistarmerkið Fjällräven ættu flestir Íslendingar að þekkja enda vinsælt hjá öllum kynslóðum og vörurnar fallegar, stílhreinar og endingargóðar. Fyrirtækið var stofnað í Örnköldsvik í Svíþjóð árið 1960 af ungum náttúruunnanda að nafni Åke Nordin. Síðan hefur markmið Fjällräven ætíð verið að skapa tímalausa og endingargóða útivistarvöru.

fjällräven

Fjällräven er ekki bara fyrirtæki sem framleiðir og selur töskur og fatnað, heldur er Fjällräven lífsstíll. Helsta markmið Fjällräven er að minnka þau skaðlegu áhrif sem fataframleiðsla hefur á umhverfið og því er hugsað út í hvert einasta skref þegar kemur að framleiðsluferlinu. Einnig eru eigendur Fjällräven meðvitaðir um að allt sem við gerum hefur áhrif á umhverfið. Heimspeki Fjällräven er sú að skilja við náttúruna eins og komið var að henni, eða betur.

fjällräven

Umhverfisvæn efni

Fjällräven velur efnin með endingu í huga, en einnig að þau hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið. Fjällräven reynir eftir fremsta megni að nota lífræn efni, en stundum þarf að fara aðrar leiðir. Fyrirtækið er þá sífellt á höttunum eftir nýjum efnum sem framleidd eru með umhverfisvernd að sjónarmiði og rannsóknum á efnunum sem það notar nú þegar og uppfærir efnalista sinn eftir því.

 fjällräven

Endurunnin efni

Þess má geta að Fjällräven notar mikið endurunnin efni, svo sem endurunnið pólíester, endurunna ull og ullarafganga. Til dæmis má nefna að Re-Kånken er búin til úr endurunnu plasti úr ellefu plastflöskum. Efnið er svo litað með Spindye-tækni sem notar talsvert minna magn af vatni, orku og skaðlegum efnum en aðrar litunaraðferðir.

Fjälräven

Dýrindis dúnn

Fjällräven tekur enn fremur þátt í svokölluðu dúnloforði (e. down promise). Allur dúnn sem Fjällräven notar er aukaafurð frá matvælaiðnaðinum auk þess sem hann er fullkomlega rekjanlegur. Fyrirtækið er að sama skapi mjög virkt í að kanna aðstæður fuglanna þaðan sem dúnninn kemur.

 fjällräven

Tímalaus og klassísk hönnun

Hönnun Fjällräven er tímalaus og klassísk sem þýðir einfaldlega að hún fer ekki úr tísku. Ef þú kaupir Fjällräven vöru þá muntu geta notað hana um aldur og ævi. Efnin eru einstaklega slitsterk og endingargóð og flíkin endist töluvert lengur en ef um ódýrara efni væri að ræða. Þetta kemur í veg fyrir að fólk þurfi sífellt að kaupa nýjar flíkur eins og viðgengst í tískubransanum þar sem efni eru oft léleg og endast stutt.

fjällräven

Frægasti bakpoki í heimi

Flestir kannast við Kånken bakpokann, en hann var lausn Åke á bakvandamálum skólakrakka í Svíþjóð. Einföld og falleg hönnun hefur viðhaldið vinsældum pokans frá 1978 og er hann notaður úti um allan heim af fólki af öllum aldri.

fjällräven

Hjá Fjällräven Laugarvegi 67 fæst bakpokinn góði í ýmsum litum og stærðum auk þess sem verslunin býður upp á gott úrval af fatnaði og aukahlutum frá merkinu.

fjällräven

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook: Fjallravenverslun 

Verslunin er staðsett að Laugavegi 67, 101 Reykjavík

Sími: 519-6055

Opnunartími: Mánudaga til laugardaga frá 10–19 og sunnudaga frá 11–18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum